„Boltinn lak bara í gegn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2022 20:20 Sandra Sigurðardóttir varði stórkostlega rétt áður en sigurmark Slavia Prag kom. vísir/vilhelm Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, var svekkt yfir því að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrri hálfleiknum í tapinu fyrir Slavia Prag, 0-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. „Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira
„Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sjá meira