„Boltinn lak bara í gegn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2022 20:20 Sandra Sigurðardóttir varði stórkostlega rétt áður en sigurmark Slavia Prag kom. vísir/vilhelm Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, var svekkt yfir því að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrri hálfleiknum í tapinu fyrir Slavia Prag, 0-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. „Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
„Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira