Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 11:51 Trump með þremur elstu börnum sínum, f.v. Eric, Donald og Ivönku. Þau eru öll sökuð um að blekkja fjármálafyrirtæki og skattayfirvöld í New York. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira
Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Sjá meira
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29