„Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 22:01 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur segist brugðið eftir fréttir af því að lögreglan hafi lagt hald á mikið magn vopna og byssuskota í gær og mögulega komið í veg fyrir hryðjuverkaárás. Enn sé þó tiltölulega lítið vitað um málið og best sé að halda ró sinni. Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Sjá meira
Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Sjá meira
„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34
Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32