Raisi hætti við viðtalið eftir að Amanpour neitaði að bera höfuðklút Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 21:14 Forsetinn var staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna. Myndin er samsett. Getty/Anna Moneymaker, NurPhoto Forseti Írans, Ebrahim Raisi neitaði að mæta í viðtal við fréttakonu CNN, Christiane Amanpour vegna þess að hún neitaði að bera höfuðklút á meðan á viðtalinu stæði. Þetta gerist á meðan mikil mótmæli geysa í Íran í kjölfar þess að kúrdísk kona er sögð hafa verið myrt í haldi lögreglu. Hún hafi verið handtekin fyrir það að vera ekki klædd samkvæmt reglum stjórnvalda, hún hafi ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Viðtalið Amanpour við Raisi átti að fara fram í New York borg og hefði verið það fyrsta sem forsetinn hefði veitt í Bandaríkjunum. Amanpour segir hafa staðið til að tala við forsetann um kjarnorkusamkomulagið, stuðning Írans við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og mannréttindabrot. Starfslið forsetans hafi vitað hver umræðuefni viðtalsins yrðu. Hún greinir frá þessu hjá CNN. Hún segist aldrei hafa verið beðin um það að bera höfuðklút þegar hún hafi tekið viðtal við forseta Íran, hvort sem það hafi verið í Íran eða annars staðar en Amanpour segist hafa tekið viðtal við alla forseta Íran frá 1995. This was going to be President Raisi s first ever interview on US soil, during his visit to NY for UNGA. After weeks of planning and eight hours of setting up translation equipment, lights and cameras, we were ready. But no sign of President Raisi. 2/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Eftir mikinn undirbúning fyrir viðtalið hafi aðstoðarmaður forsetans nálgast hana og beðið hana um að setja upp höfuðklút á meðan viðtalinu stæði en beiðnin hafi komið fjörutíu mínútum eftir að viðtalið hafi átt að hefjast. „Ég held, ef ég ætti að segja hvernig ég les aðstæðurnar, að hann hafi ekki viljað láta sjá sig með kvenmanni án höfuðklútar á þessu augnabliki. Annað hvort vegna þess að hann segir þetta vera trúarlegan mánuð eða vegna þess að fólk myndi segja, af hverju er hann að tala við erlendan fréttamann án höfuðklútar á meðan þeir ráðast nú af hörku gegn ungum konum í Íran sem bera slæðurnar ekki,“ segir Amanpour. Amanpour segist hafa neitað beiðninni kurteisislega og í kjölfarið hafi forsetinn hætt við viðtalið. And so we walked away. The interview didn t happen. As protests continue in Iran and people are being killed, it would have been an important moment to speak with President Raisi. 7/7 pic.twitter.com/kMFyQY99Zh— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Bandaríkin Íran Fjölmiðlar Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Þetta gerist á meðan mikil mótmæli geysa í Íran í kjölfar þess að kúrdísk kona er sögð hafa verið myrt í haldi lögreglu. Hún hafi verið handtekin fyrir það að vera ekki klædd samkvæmt reglum stjórnvalda, hún hafi ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Viðtalið Amanpour við Raisi átti að fara fram í New York borg og hefði verið það fyrsta sem forsetinn hefði veitt í Bandaríkjunum. Amanpour segir hafa staðið til að tala við forsetann um kjarnorkusamkomulagið, stuðning Írans við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og mannréttindabrot. Starfslið forsetans hafi vitað hver umræðuefni viðtalsins yrðu. Hún greinir frá þessu hjá CNN. Hún segist aldrei hafa verið beðin um það að bera höfuðklút þegar hún hafi tekið viðtal við forseta Íran, hvort sem það hafi verið í Íran eða annars staðar en Amanpour segist hafa tekið viðtal við alla forseta Íran frá 1995. This was going to be President Raisi s first ever interview on US soil, during his visit to NY for UNGA. After weeks of planning and eight hours of setting up translation equipment, lights and cameras, we were ready. But no sign of President Raisi. 2/7— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022 Eftir mikinn undirbúning fyrir viðtalið hafi aðstoðarmaður forsetans nálgast hana og beðið hana um að setja upp höfuðklút á meðan viðtalinu stæði en beiðnin hafi komið fjörutíu mínútum eftir að viðtalið hafi átt að hefjast. „Ég held, ef ég ætti að segja hvernig ég les aðstæðurnar, að hann hafi ekki viljað láta sjá sig með kvenmanni án höfuðklútar á þessu augnabliki. Annað hvort vegna þess að hann segir þetta vera trúarlegan mánuð eða vegna þess að fólk myndi segja, af hverju er hann að tala við erlendan fréttamann án höfuðklútar á meðan þeir ráðast nú af hörku gegn ungum konum í Íran sem bera slæðurnar ekki,“ segir Amanpour. Amanpour segist hafa neitað beiðninni kurteisislega og í kjölfarið hafi forsetinn hætt við viðtalið. And so we walked away. The interview didn t happen. As protests continue in Iran and people are being killed, it would have been an important moment to speak with President Raisi. 7/7 pic.twitter.com/kMFyQY99Zh— Christiane Amanpour (@amanpour) September 22, 2022
Bandaríkin Íran Fjölmiðlar Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13