Einar: Við fokkuðum upp lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. september 2022 22:58 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Fram sigraði í kvöld Aftureldingu upp í Úlfarsárdal með tveimur mörkum, 28-26 lokatölur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik og hugarfar sinna manna. „Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29