0,2% árangurinn Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 24. september 2022 08:01 Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun