Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2025 07:32 Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun