„Ætlum að fara til Tékklands með kassann úti og leggja allt í sölurnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2022 18:30 Davíð Snorri Jónsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Diego Davíð Snorri Jónsson, þjálfari undir 21 árs liði Íslands í fótbolta, var svekktur með 1-2 tap gegn Tékklandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM. Davíð var þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn og fannst frammistaðan á köflum góð. „Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Sjá meira
„Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Sjá meira