Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2022 10:33 Maðurinn var aðeins tólf ára gamall þegar lögregla og sérsveit var kölluð út vegna hans. Vísir/Vilhelm Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hafa verið handtekinn, ásamt þremur öðrum, í aðgerðum lögreglu og sérsveitar á miðvikudag. Þetta er þó ekki fyrsta sinn sem maðurinn hefur komið við sögu sérsveitar en þegar hann var aðeins tólf ára gamall slasaðist hann eftir að sérsveit yfirbugaði hann. Sérsveitin hafði þá verið kölluð út á höfuðborgarsvæðinu eftir að tilkynnt var um vopnaðan mann í bifreið. Þar var þó um tólf ára gamlan dreng með leikfang að ræða. Fram kemur í fréttum frá sínum tíma að sérsveitin hafi ráðist inn í bifreiðina, beint skotvopnum að drengnum og skipað honum að fara út úr bílnum og leggjast í jörðina. Þar hafi höndum hans verið haldið fyrir aftan bak. Þá segir í gömlum fréttum að hann hafi orðið fyrir nokkrum meiðslum. Nú er þessi drengur, eða maður, grunaður um að undirbúa hryðjuverk með hópi manna. Hann og annar, sem var úrskurðaður í viku gæsluvarðhald, eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn verið spurður um atvikið þegar hann var barn í yfirheyrslu hjá lögreglu frá þv í hann var handtekinn á miðvikudag. Maðurinn var nafngreindur í fjölmiðlum í gær en lögmaður hans, Ómar Örn Bjarnþórsson segist í samtali við fréttastofu fordæma nafngreiningu mannsins. Hann biður þá fólk að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Heimildir fréttastofu herma að einn þeirra manna sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu á miðvikudag og síðar sleppt sé lögmaður og hafi verið leigutaki í húsnæði í Mosfellsbæ sem leit lögreglu beindist að. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna í málinu á fullu en ekki sé hægt að greina hvers eðlis sú vinna sé. Lögregla hafi mjög knappan tíma áður en gæsluvarðhaldsúrskurður renni út yfir öðrum mannanna og vinni því öllum stundum að því. Fréttin var uppfærð klukkan 11:20.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31
Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25
Finnst fáránleg kenning að maðurinn tengist öfgahópum Aðstandendur eins þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að undirbúa hryðjuverk kannast alls ekki við að hann hafi aðhyllst öfgakennda hugmyndafræði eða átt í nokkrum samskiptum við erlenda pólitíska öfgahópa. Mennirnir tveir eru grunaðir um stórfellda framleiðslu á skotvopnum, meðal annars með þrívíddarprentara, og sölu á þeim. 23. september 2022 20:00