Fótbolti

Anna Björk á toppnum á Ítalíu

Atli Arason skrifar
Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan. 
Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan.  Getty Images

Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan, var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn í miðri vörninni í 0-2 útisigri Inter gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Tatiana Bonetti skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 62. mínútu og aðeins rúmri mínútu seinna lagði Bonetti upp annað mark Inter sem Tabita Chawinga skoraði.

Með sigrinum fara Anna Björk og stöllur í Inter á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter er með 10 stig eftir fjóra leiki, stigi meira en Sampdoria, Roma og Fiorentina sem eru öll með níu stig í 2.-4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×