Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 08:33 Á Austfjörðum rifnuðu tré upp með rótum. Aðsend/Stefanía Hrund Guðmundsdóttir Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna. Aftakaveður var á austanverðu landinu í gær og heldur lægðin sem olli veðrinu áfram að nálgast landið en hún er farin að grynnast og missa kraft sinn. Appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum og verða þær í gildi til klukkan þrjú í dag. Á Austurlandi er sömuleiðis gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir nóttina hafa verið heldur rólegri miðað við aðfaranótt sunnudags. Eitthvað var um smávægileg útköll en engin stór mál. Verið er að taka saman fjölda mála eftir helgina en að sögn Karenar höfðu björgunarsveitir farið í hátt í 200 útköll síðast þegar hún athugaði. Ferðamenn í ógöngum í Möðrudal, gríðarlegt rok á Austfjörðum og vatnstjón á Akureyri Rauð viðvörum var í gildi á Austfjörðum í gærkvöldi og var þar mikill vindur en mesta hviðan mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ sagði formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi þegar fréttastofa náði tali af honum í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út að Möðrudalsöræfum í gær þar sem rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn sátu fastir. Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal, taldi að á þriðja hundrað ferðamanna sem sátu fastir á þjóðveginum hafi verið komið til aðstoðar fyrri partinn í gær. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Veðrið hafi verið verra en veðurspár gerðu ráð fyrir. Annars staðar á Austfjörðum var vindhraðinn gríðarlegur þar sem tré rifnuðu upp með rótum, þar á meðal imm sjötíu ára gömul reynitré á Seyðisfirði. Sömu sögu mátti segja frá Reyðarfirði og Eskifirði. Á Akureyri gekk síðan sjór á land í aftakaveðrinu en samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land á neðsta hluta Oddeyrinnar. Í viðtali við fréttastofu sagði Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar að það væri allt á floti. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni,“ sagði Stefán um klukkan eitt í gær. Þá hafi mikið tjón orðið annars staðar en rafmagnslaust var á Akureyri, og víðar á landinu, auk þess sem fráveitukerfin réðu ekki við vatnsflauminn. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Lægðin heldur að nálgast landið aftur en farin að grynnast Lægðin sem olli aftakaveðri á austanverðu landinu í gær er nú stödd 350 kílómetra norðaustur af Langanesi og er á leið suðsuðaustur. Lægðin er því heldur að nálgast landið, en á móti kemur að hún er farin að grynnast og missa kraft sinn. 26. september 2022 07:10 Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld. 25. september 2022 22:30 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Aftakaveður var á austanverðu landinu í gær og heldur lægðin sem olli veðrinu áfram að nálgast landið en hún er farin að grynnast og missa kraft sinn. Appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum og verða þær í gildi til klukkan þrjú í dag. Á Austurlandi er sömuleiðis gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir nóttina hafa verið heldur rólegri miðað við aðfaranótt sunnudags. Eitthvað var um smávægileg útköll en engin stór mál. Verið er að taka saman fjölda mála eftir helgina en að sögn Karenar höfðu björgunarsveitir farið í hátt í 200 útköll síðast þegar hún athugaði. Ferðamenn í ógöngum í Möðrudal, gríðarlegt rok á Austfjörðum og vatnstjón á Akureyri Rauð viðvörum var í gildi á Austfjörðum í gærkvöldi og var þar mikill vindur en mesta hviðan mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ sagði formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi þegar fréttastofa náði tali af honum í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út að Möðrudalsöræfum í gær þar sem rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn sátu fastir. Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal, taldi að á þriðja hundrað ferðamanna sem sátu fastir á þjóðveginum hafi verið komið til aðstoðar fyrri partinn í gær. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Veðrið hafi verið verra en veðurspár gerðu ráð fyrir. Annars staðar á Austfjörðum var vindhraðinn gríðarlegur þar sem tré rifnuðu upp með rótum, þar á meðal imm sjötíu ára gömul reynitré á Seyðisfirði. Sömu sögu mátti segja frá Reyðarfirði og Eskifirði. Á Akureyri gekk síðan sjór á land í aftakaveðrinu en samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land á neðsta hluta Oddeyrinnar. Í viðtali við fréttastofu sagði Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar að það væri allt á floti. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni,“ sagði Stefán um klukkan eitt í gær. Þá hafi mikið tjón orðið annars staðar en rafmagnslaust var á Akureyri, og víðar á landinu, auk þess sem fráveitukerfin réðu ekki við vatnsflauminn.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Lægðin heldur að nálgast landið aftur en farin að grynnast Lægðin sem olli aftakaveðri á austanverðu landinu í gær er nú stödd 350 kílómetra norðaustur af Langanesi og er á leið suðsuðaustur. Lægðin er því heldur að nálgast landið, en á móti kemur að hún er farin að grynnast og missa kraft sinn. 26. september 2022 07:10 Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld. 25. september 2022 22:30 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 „Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Lægðin heldur að nálgast landið aftur en farin að grynnast Lægðin sem olli aftakaveðri á austanverðu landinu í gær er nú stödd 350 kílómetra norðaustur af Langanesi og er á leið suðsuðaustur. Lægðin er því heldur að nálgast landið, en á móti kemur að hún er farin að grynnast og missa kraft sinn. 26. september 2022 07:10
Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld. 25. september 2022 22:30
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. 25. september 2022 13:27