Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 09:25 Mynd af yfirborði smástirnisins þegar DART nálgaðist óðfluga. Skjáskoti af sjónvarpsútsendingu NASA í gær. AP/ASI/NASA Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni. Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni.
Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44
Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32