Skrúfað fyrir húsnæðislán og búist við miklum vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2022 11:45 Margir efnahagssérfræðingar segja skattalækkanir sem ríkisstjórnar Liz Truss kynnti á föstudag auka á efnahagsvandann. Nú hafa stórir veitendur húsnæðislána hætt að lána tímabundið eða þrengt lánamöguleika vegna væntinga um miklar vaxtahækkanir hjá Englandsbanka. AP/Jessica Taylor Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári. Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter. Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Ný ríkisstjórn Liz Truss forsætisráðhera kynnti efnahagsaðgerðir sínar á föstudag sem fela meðal annars í sér lækkanir á tekjuskatti og virðisaukaskatti. Gagnrýnendur segja aðgerðirnar ófjármagnaðar og þýða að ríkissjóður Bretlands verði að taka lán á verri kjörum en áður. Meginvextir Englandsbanka eru 1,75 prósent í dag en fóru lægst í 0,1% í marsmánuði 2020 til að draga úr efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Búist er við að Englandsbanki hækki meginvexti sína um 0,75 eða eitt prósentustig á næstunni sem þýddi hæstu meginvexti í Bretandi í marga áratugi. Verðbólga er sögulega í hæstu hæðum í Bretlandi og gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadollar hefur fallið.AP/Frank Augstein Sky fréttastofan segir að Virgin Money og Skipton Building Society, sem eru stórir veitendur húsnæðislána, hafi ákveðið að hætta tímabundið að veita húsnæðislán. Þá hafi Halifax, sem er stærsti lánveitandinn, hætt að veita húsnæðislán með lántökugjaldi sem tryggt hafi lántakendum lægri vexti en ella. Pundið hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadollar undafarna daga. Á sama tíma og verðbólga eykst eru stjórnvöld að reyna að auka eftirspurn um allt að 2,5 prósent, sem er langt umfram spár um 1,5 prósenta hagvöxt. Það rekst því allt á hvers annars horn. Efnahagssérfræðingar segja ekki bæta úr skák að Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra útiloki ekki enn frekari skattalækkanir til að auka eftirspurn á sama tíma og draga þurfi úr eftirspurn til að vinna á verðbólgunni.AP/Jessica Taylor Ekki bætir úr skák að mati margra efnahagssérfræðinga að fjármálaráðherrann hefur boðað möguleika á enn frekari skattalækkunum. Susannah Streeter fjárfestinga- og markaðassérfræðingur hjá Hargreaves Lansdown segir ríkisstjórnina hafa glatað trausti vegna efnahagsaðgerðanna. „Nú er boltinn hjá Englandsbanka. Það eru getgátur um að gripið verði til neyðaraðgerða á aukafundi peningastefnunefndar og vextir hækkaðir eða að bankinn ítreki að minnsta kosti skuldbindingar sínar til að koma verðbólgunni niður. Nú þegar er búist við að nefndin ákveði verulega mikla hækkun vaxta á reglulegum fundi hennar í nóvember, til að draga úr eftirspurn sem ríkisstjórnin er þvert á móti að reyna að auka,“ segir Streeter.
Bretland Tengdar fréttir Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. 26. september 2022 09:18
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. 22. september 2022 11:45