Segir leitt að 53 ára skólastarfi að Húnavöllum hafi lokið svona skyndilega Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2022 08:01 Alls voru um þrjátíu grunnskólabörn sem stunduðu nám í Húnavallaskóla í vor. Nú hefur skólahald þar verið lagt af og segir sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Gíslason, sem var formaður sameiningarnefndar, að ákvörðun meirihlutans nú ekki eiga neitt skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Húnavatnshreppur Harðar deilur hafa staðið innan sveitarstjórnar hinnar nýju Húnabyggðar um þá ákvörðun hennar að hætta grunnskólastarfi í Húnavallaskóla og sameina skólastarfið Blönduskóla á Blönduósi strax í haust. Jón Gíslason, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi formaður sameiningarnefndar fyrrverandi sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, segir að í málefnasamningi um sameiningu hafi verið ákveðið að skólarnir yrðu strax sameinaðir undir einn rekstur. Einnig segir að skólahald yrði sameinað á einn stað fyrir árið 2024. Meirihluti sveitarstjórnar ákvað hins vegar að sameina skólahald strax. Jón segir að farsælla hefði verið að taka meiri tíma í verkefnið. „Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu í sveitarfélaginu. Ég er á því að það hefði þurft lengri tíma, meðal annars til að veita börnunum svigrúm til aðlögunar, að endurskipuleggja skólaaksturinn og fleira til. Þetta var einum of snöggsoðið og mjög óþarfi að ráðast í þetta strax,“ segir Jón, en sameinaður grunnskóli hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar. Ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð Íbúar í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi ákváðu að sameina sveitarfélögin í íbúakosningu í febrúar síðastliðinn og var ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags – sem síðar fékk nafnið Húnabyggð – kjörin í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Í bókun Jóns frá síðasta sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar, um miðjan mánuðinn, sagði hann að í áðurnefndum málefnasamningi um sameiningu hafi verið rík áhersla lögð á að gefa sér góðan tíma í að sameina skólana á einn kennslustað svo að tími gæfist til að nýta það besta úr báðum skólum við sameininguna. Sameinaður grunnskóli á Blönduósi hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar.Blönduskóli „Þessi ákvörðun á því ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Lokun Húnavallaskóla með svo fyrirvaralausum hætti er dapurleg og ótímabær endir á 53 ára farsælu skólastarfi Húnavallaskóla,“ segir Jón. Um þrjátíu börn stunduðu nám í Húnavallaskóla síðasta vor. Orðalagið útilokaði ekki tafarlausa sameiningu Guðmundur Haukur Jakobsson oddviti svaraði því til í bókun fyrir hönd meirihlutans að í áðurnefndum málefnasamningi sagði: „„Starfsemin verði sameinuð á einn kennslustað eigi síðar en haustið 2024.“ Framangreint orðalag útilokaði ekki að starfsemin yrði sameinuð strax undir eitt þak. Eins og komið hefur fram á fyrri sveitarstjórnarfundum, óskaði yfirgnæfandi meirihluti foreldra nemenda í Húnavallaskóla eftir því að börn þeirra myndu stunda nám á Blönduósi strax í haust. Guðmundur Haukur Jakobsson er forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.Stöð 2 Ákvörðun um sameinað grunnskólahald á Blönduósi byggir á þeirri grundvallarafstöðu að ekki sé hægt að ganga gegn sterkum vilja meirihluta foreldra og skikka nemendur til þess að sækja Húnavallaskóla áfram. Slík vinnubrögð hefðu verið afar ólýðræðisleg og ekki til þess dallin að auka sátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur Haukur, sem bætir við að vel hafi tekist til við sameiningu skólanna þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Hægt að búa til alls konar niðurstöður Jón gefur hins vegar lítið fyrir þá könnun meðal foreldra barna í Húnavallskóla sem Guðmundur Haukur vísar þar í. „Ég segi fullum fetum. Það er hægt að búa til alls konar niðurstöður. Í þessu tilviki var það gert. Það var engin samstaða meðal allra foreldra. En auðvitað er það þannig að ég vonast svo innilega að þetta muni allt saman ganga vel.“ Hægt verði að skapa störf á Húnavallasvæðinu Jón, sem áður var oddviti Húnavatnshrepps, segir að ýmis mál sem við koma sameiningarmálum hafa gengið alltof hægt í hinu nýja sveitarfélagi. „Stóra ástæðan er líklega sú að ráðinn var sveitarstjóri [Pétur Arason] sem er fyrst að hefja störf á mánudaginn. Enn á til dæmis eftir að sameina fjármál gömlu sveitarfélaganna tveggja og svo þarf að til dæmis finna úr hvað skal gera við fasteignirnar að Húnavöllum. Við verðum að koma þeim í einhverja notkun og að tryggja störf. Þarna er enn leikskóli, en áður voru þarna líka grunnskóli og skrifstofur Húnavatnshrepps.“ Varðandi framtíð Húnavallasvæðisins segir í bókun sveitarstjórnar að hún telji mikilvægt að mótuð sé stefna um framtíð svæðisins og mögulega sölu á eignum á svæðinu og hefur sérstakur viðræðuhópur um málið verið skipaður. Húnabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Jón Gíslason, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi formaður sameiningarnefndar fyrrverandi sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, segir að í málefnasamningi um sameiningu hafi verið ákveðið að skólarnir yrðu strax sameinaðir undir einn rekstur. Einnig segir að skólahald yrði sameinað á einn stað fyrir árið 2024. Meirihluti sveitarstjórnar ákvað hins vegar að sameina skólahald strax. Jón segir að farsælla hefði verið að taka meiri tíma í verkefnið. „Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu í sveitarfélaginu. Ég er á því að það hefði þurft lengri tíma, meðal annars til að veita börnunum svigrúm til aðlögunar, að endurskipuleggja skólaaksturinn og fleira til. Þetta var einum of snöggsoðið og mjög óþarfi að ráðast í þetta strax,“ segir Jón, en sameinaður grunnskóli hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar. Ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð Íbúar í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi ákváðu að sameina sveitarfélögin í íbúakosningu í febrúar síðastliðinn og var ný sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags – sem síðar fékk nafnið Húnabyggð – kjörin í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Í bókun Jóns frá síðasta sveitarstjórnarfundi Húnabyggðar, um miðjan mánuðinn, sagði hann að í áðurnefndum málefnasamningi um sameiningu hafi verið rík áhersla lögð á að gefa sér góðan tíma í að sameina skólana á einn kennslustað svo að tími gæfist til að nýta það besta úr báðum skólum við sameininguna. Sameinaður grunnskóli á Blönduósi hefur fengið nafnið Grunnskóli Húnabyggðar.Blönduskóli „Þessi ákvörðun á því ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð. Lokun Húnavallaskóla með svo fyrirvaralausum hætti er dapurleg og ótímabær endir á 53 ára farsælu skólastarfi Húnavallaskóla,“ segir Jón. Um þrjátíu börn stunduðu nám í Húnavallaskóla síðasta vor. Orðalagið útilokaði ekki tafarlausa sameiningu Guðmundur Haukur Jakobsson oddviti svaraði því til í bókun fyrir hönd meirihlutans að í áðurnefndum málefnasamningi sagði: „„Starfsemin verði sameinuð á einn kennslustað eigi síðar en haustið 2024.“ Framangreint orðalag útilokaði ekki að starfsemin yrði sameinuð strax undir eitt þak. Eins og komið hefur fram á fyrri sveitarstjórnarfundum, óskaði yfirgnæfandi meirihluti foreldra nemenda í Húnavallaskóla eftir því að börn þeirra myndu stunda nám á Blönduósi strax í haust. Guðmundur Haukur Jakobsson er forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar.Stöð 2 Ákvörðun um sameinað grunnskólahald á Blönduósi byggir á þeirri grundvallarafstöðu að ekki sé hægt að ganga gegn sterkum vilja meirihluta foreldra og skikka nemendur til þess að sækja Húnavallaskóla áfram. Slík vinnubrögð hefðu verið afar ólýðræðisleg og ekki til þess dallin að auka sátt í samfélaginu,“ segir Guðmundur Haukur, sem bætir við að vel hafi tekist til við sameiningu skólanna þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. Hægt að búa til alls konar niðurstöður Jón gefur hins vegar lítið fyrir þá könnun meðal foreldra barna í Húnavallskóla sem Guðmundur Haukur vísar þar í. „Ég segi fullum fetum. Það er hægt að búa til alls konar niðurstöður. Í þessu tilviki var það gert. Það var engin samstaða meðal allra foreldra. En auðvitað er það þannig að ég vonast svo innilega að þetta muni allt saman ganga vel.“ Hægt verði að skapa störf á Húnavallasvæðinu Jón, sem áður var oddviti Húnavatnshrepps, segir að ýmis mál sem við koma sameiningarmálum hafa gengið alltof hægt í hinu nýja sveitarfélagi. „Stóra ástæðan er líklega sú að ráðinn var sveitarstjóri [Pétur Arason] sem er fyrst að hefja störf á mánudaginn. Enn á til dæmis eftir að sameina fjármál gömlu sveitarfélaganna tveggja og svo þarf að til dæmis finna úr hvað skal gera við fasteignirnar að Húnavöllum. Við verðum að koma þeim í einhverja notkun og að tryggja störf. Þarna er enn leikskóli, en áður voru þarna líka grunnskóli og skrifstofur Húnavatnshrepps.“ Varðandi framtíð Húnavallasvæðisins segir í bókun sveitarstjórnar að hún telji mikilvægt að mótuð sé stefna um framtíð svæðisins og mögulega sölu á eignum á svæðinu og hefur sérstakur viðræðuhópur um málið verið skipaður.
Húnabyggð Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira