„Veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 16:01 Blikar urðu undir í baráttunni við Val um Íslandsmeistaratitilinn og nú virðist 2. sætið dýrmæta einnig runnið þeim úr greipum. VÍSIR/VILHELM Innan við ári eftir að hafa spilað við sum af bestu liðum Evrópu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er útlit fyrir að Blikakonur missi af Evrópusæti í Bestu deildinni í ár. Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira
Í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld var því velt upp hvort Blikar hefðu mögulega gert dýrkeypt mistök með því að sækja sér ekki meiri liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í sumar. Eftir tapið gegn Selfossi um helgina og sigur Stjörnunnar gegn Þór/KA í gær er Breiðablik komið niður í 3. sæti fyrir lokaumferð Bestu deildarinnar um næstu helgi. Blikar hafa misst öfluga leikmenn út á leiktíðinni af ýmsum ástæðum, eins og Hildi Antonsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Ástu Eir Árnadóttur og fleiri, eftir að lykilmenn fóru einnig í atvinnumennsku fyrir tímabilið. „Ég hélt að Breiðablik myndi gera eitthvað pínu í sumarglugganum. Mér fannst það ekki vera. Þá hugsaði ég að þau væru greinilega svona ofboðslega „confident“ [örugg með sig] að geta klárað þetta. Ég held að þau hafi alls ekki ætlað að gefa frá sér þetta 2. sæti. Ég veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir í Bestu mörkunum. Var þetta tímapunkturinn til að gefa ungum tækifæri? „Eða bara treyst þessum ungu stelpum til að leysa þetta,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir inn í og hélt áfram: „Við erum oft beggja megin borðs í þessari umræðu og skömmum þessa uppeldisklúbba eins og Breiðablik er fyrir að gefa ekki ungu leikmönnunum tækifæri. Núna þegar það stefnir í að leikmenn detti út ætlum við þá að kalla eftir því að leikmenn séu keyptir inn og fyllt í þessi stæði, eða var þetta bara tímapunkturinn til að gefa ungum leikmönnum eins og Birtu [Georgsdóttur], sem hafa alveg gæði en þurfa spiltíma, tækifæri? Þá er sú ákvörðun tekin og afleiðingarnar þær að 2. sætið er ekki öruggt, en vissulega voru möguleikar fyrir því.“ Klippa: Bestu mörkin - Blikar styrktu sig ekki nóg Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira