„Ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 21:41 Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Íslands í kvöld. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images „Mér líður bara eins og við höfum unnið þennan leik,“ sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í kvöld. Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Íslenska liðið var manni færri frá tíundu mínútu leiksins þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald. Rúnar segist varla trúa því að liðið hafi náð að kreista út úrlit úr leiknum. „Þetta var bara ótrúlegt að við skulum hafa náð þessu. Við erum manni færri í 80 mínútur og svo fimm og sjö mínútur í uppbótartíma þannig þetta er bara 90 mínútna leikur einum færri. Það er ótrúlegt að við höfum náð þessu, en sýnir bara karakterinn í liðinu. Hversu mikið við viljum gera þetta fyrir hvern annan og ég er bara ótrúlega stoltur.“ Albanir tóku forystuna þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Rúnar var í boltanum, en skallinn var fastur og erfiður viðureignar. „Ég held að þetta hefði sennilega verið besta varslan á ferlinum ef ég hefði varið þetta. En svona gerist og það er aldrei hægt að stoppa öll færi í 90 mínútna fótboltaleik. Þeir nýttu það vel í fyrri hálfleik að vera manni færri og voru að láta okkur hlaupa. Þeir voru að skipta á milli kanta og það gerist alltaf á einhverjum tímapunkti að þeir nái að opna okkur og búa til einhver færi og þeir nýttu þetta færi vel.“ Rúnar átti þó eina virkilega góða vörslu í upphafi síðari hálfleiks, en hann segir að brekkan fyrir íslenska liðið hefði mögurlega orðið of brött ef liðið myndi lenda tveimur mörkum undir. „Til þess er ég hérna. Til að reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get. Það er rosalega ánægjulegt að hafa náð að halda þessu í 1-0 á þessum tímapunkti því annars verður þetta ansi brött brekka fyrir okkur,“ sagði Rúnar að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31 Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Sjá meira
Markaskorarinn Mikael: Ég hafði engu að tapa í kvöld Mikael Neville Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands á sjöttu mínútu uppbótartíma er íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í lokaleik riðilsins í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 27. september 2022 21:31
Umfjöllun: Albanía - Ísland 1-1 | Leikur tveggja hálfleika í Tírana og jafntefli niðurstaðan Það stefndi allt í afleitt kvöld í Albaníu fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Aron Einar Gunnarsson var rekinn út af eftir 10 mínútur og mjög erfiður fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var allt önnur saga, Ísland betra liðið og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Ísland endar í öðru sæti riðilsins og hægt að gera sér vonir um að umspil gæti orðið að raunveruleika eftir ár. 27. september 2022 21:15