Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2022 08:54 Kona gengur fram hjá fyrirsögn sem segir að pundið sé í sögulegri lægð vegna skattalækkanaáforma ríkisstjórnarinnar í London í gær. AP/Frank Augstein Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ríkisstjórn Liz Truss kynnti áform um 45 milljarða punda skattalækkanir til að koma hjólum atvinnulífsins í gang á föstudag. Ekki er gert ráð fyrir neinum niðurskurði ríkisútgjalda á móti og ríkisstjórnin lagði ekki mat á kostnað við lækkunina. Gagnrýnendur telja þær munu auka skuldir ríkissjóðs og verðbólgu sem er þegar sú mesta í nærri því fjörutíu ár. Í yfirlýsingu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendi frá sér kom fram að sjóðurinn mælti ekki með stórum og almennum útgjaldapökkum í ljósi mikils verðbólguþrýstings víða. Mikilvægt væri að fjármálaáætlanir stjórnvalda stönguðust ekki á við peningamálastefnuna. Líklegt væri að skattalækkanirnar í Bretlandi ættu eftir að auka ójöfnuð. Breska stjórnin hefur boðað ítarlegri fjármálaáætlun og sjálfstætt kostnaðarmat fyrir 23. nóvember. Hún segist vinna að því að efla hagkerfið til að bæta lífsgæði allra. Sjóðurinn segir að þá gefist henni tækifæri til að endurskoða skattalækkanirnar og leggja fram markvissari aðgerðir, sérstaklega skattalækkanir sem gagnast þeim tekjuhæstu. Gengi breska pundsins féll eftir yfirlýsingu AGS í morgun en það hefur aldrei staðið eins veikt gegn Bandaríkjadollara og nú. Breskar fjármálastofnanir skrúfuðu fyrir útlán til fasteignakaupa eða fækkuðu lánavalkostum tímabundið vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar í gær. Seðlabanki Englands boðar að hann muni hækka stýrivexti eins mikið og þurfa þykir til að ná böndum á verðbólguna í landinu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira