„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 12:00 Jasmín og Gyða munu berjast um gullskóinn. Harpa vann slíkan með Stjörnunni 2013, 2014 og 2016. Vísir/Samsett Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum. Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira