„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 12:00 Jasmín og Gyða munu berjast um gullskóinn. Harpa vann slíkan með Stjörnunni 2013, 2014 og 2016. Vísir/Samsett Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum. Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira