Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. september 2022 11:25 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Angjelin ásamt verjendum í málinu. Vísir Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01
Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08