„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 09:00 Gunnar Nielsen Vísir/Bára Dröfn Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina. Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“ FH Besta deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“
FH Besta deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti