Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 17:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. Á upplýsingafundi lögreglunnar vegna málsins í dag kom fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá ríkislögreglustjóra til Embættis héraðssaksóknara. Ástæðan var sögð upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Í fréttinni hér að neðan má lesa ítarlega samantekt á því sem kom fram á fundinum. Öruggar heimildir fréttastofu herma að einstaklingurinn sé Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir heimildarmönnum að húsleit hafi verið gerð á heimili Guðjóns í gær. Hann bæði safnar skotvopnum og selur þau á vefsíðunni Vopnasalinn. Svo virðist sem vefsíðan liggi niðri þessa stundina. Á vefsíðunni má sjá mikinn fjölda skotvopna til sölu.Skjáskot Nafn Guðjóns kom upp við skýrslutökur en lögreglan hefur ekkert gefið upp um það hvernig Guðjón tengist málinu, geri hann það yfir höfuð. Heimildir fréttastofu herma að Sigríður Björk hafi óskað eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja sig frá rannsókn málsins um leið og nafn föður hennar kom upp. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir viku síðan, áður en hún sagði sig frá rannsókn þess. Í dag sendi hún svö tölvupóst á starfsfólk ríkislögreglustjóra þar sem hún greindi frá skipan mála. Póstinn má lesa hér að neðan: Ágæta samstarfsfólk. Ég vildi upplýsa ykkur um það að í fyrrakvöld óskaði ég eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja mig frá rannsókn máls er varðar ætlaðan undirbúning hryðjuverka. Ríkissaksóknari hefur fallist á þessa beiðni mína og flutt rannsóknarforræði málsins til embættis Héraðssaksóknara. Þetta verður tilkynnt á upplýsingafundi lögreglu um málið nú kl. 15:03 en ástæða þessarar beiðni eru upplýsingar þess efnis að einstaklingur, sem tengdur er mér fjölskylduböndum, hefur verið nefndur í sambandi við málið. Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar. Vanhæfið snýr aðeins að þessu máli en ekki öðrum verkefnum eða störfum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Á upplýsingafundi lögreglunnar vegna málsins í dag kom fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá ríkislögreglustjóra til Embættis héraðssaksóknara. Ástæðan var sögð upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Í fréttinni hér að neðan má lesa ítarlega samantekt á því sem kom fram á fundinum. Öruggar heimildir fréttastofu herma að einstaklingurinn sé Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir heimildarmönnum að húsleit hafi verið gerð á heimili Guðjóns í gær. Hann bæði safnar skotvopnum og selur þau á vefsíðunni Vopnasalinn. Svo virðist sem vefsíðan liggi niðri þessa stundina. Á vefsíðunni má sjá mikinn fjölda skotvopna til sölu.Skjáskot Nafn Guðjóns kom upp við skýrslutökur en lögreglan hefur ekkert gefið upp um það hvernig Guðjón tengist málinu, geri hann það yfir höfuð. Heimildir fréttastofu herma að Sigríður Björk hafi óskað eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja sig frá rannsókn málsins um leið og nafn föður hennar kom upp. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir viku síðan, áður en hún sagði sig frá rannsókn þess. Í dag sendi hún svö tölvupóst á starfsfólk ríkislögreglustjóra þar sem hún greindi frá skipan mála. Póstinn má lesa hér að neðan: Ágæta samstarfsfólk. Ég vildi upplýsa ykkur um það að í fyrrakvöld óskaði ég eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja mig frá rannsókn máls er varðar ætlaðan undirbúning hryðjuverka. Ríkissaksóknari hefur fallist á þessa beiðni mína og flutt rannsóknarforræði málsins til embættis Héraðssaksóknara. Þetta verður tilkynnt á upplýsingafundi lögreglu um málið nú kl. 15:03 en ástæða þessarar beiðni eru upplýsingar þess efnis að einstaklingur, sem tengdur er mér fjölskylduböndum, hefur verið nefndur í sambandi við málið. Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar. Vanhæfið snýr aðeins að þessu máli en ekki öðrum verkefnum eða störfum.
Ágæta samstarfsfólk. Ég vildi upplýsa ykkur um það að í fyrrakvöld óskaði ég eftir því við embætti ríkissaksóknara að segja mig frá rannsókn máls er varðar ætlaðan undirbúning hryðjuverka. Ríkissaksóknari hefur fallist á þessa beiðni mína og flutt rannsóknarforræði málsins til embættis Héraðssaksóknara. Þetta verður tilkynnt á upplýsingafundi lögreglu um málið nú kl. 15:03 en ástæða þessarar beiðni eru upplýsingar þess efnis að einstaklingur, sem tengdur er mér fjölskylduböndum, hefur verið nefndur í sambandi við málið. Ég óskaði eftir því að segja mig frá málinu um leið og þessar upplýsingar lágu fyrir til að tryggja rannsóknarhagsmuni og viðhalda trausti til rannsóknarinnar. Vanhæfið snýr aðeins að þessu máli en ekki öðrum verkefnum eða störfum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira