Einar: Fínt að hafa læti og eitthvað að tala um Smári Jökull Jónsson skrifar 29. september 2022 21:38 Einar fannst Framarar eiga að taka stigin tvö en fannst gaman að fylgjast með látunum undir lok leiksins. Vísir/Hulda Margrét „Auðvitað hefði ég viljað vinna þennan leik, við leiðum allan leikinn og vorum klaufar að hleypa þeim inn í þetta. Við fórum illa með stöðuna einum fleiri og þetta verður svolítil taugaveiklun síðustu tíu mínúturnar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. „Við vorum ekki alveg nógu kúl í hausnum. Þetta er stig, það er betra heldur en ekkert stig og við tökum það með okkur og svo er það áfram gakk,“ sagði Einar enn fremur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Framarar leiddu lengst af í dag, náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en FH tókst að jafna fyrir hlé áður en Fram tók frumkvæðið á ný. Eins og Einar sagði gekk Frömurum á köflum ekki nógu vel að nýta sér stöðu þar sem þeir voru einum fleiri. „Við erum bara með okkar útfærslur og höfum verið að gera þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færin en klikka úr dauðafærum. Á móti Stjörnunni förum við með tvö dauðafæri og í dag að minnsta kosti eitt ef ekki tvö. Okkur vantaði eitt mark í viðbót og þá hefðum við náð betri forystu en í staðinn fá þeir augnablikið með sér og gátu komist yfir,“ bætti Einar við en bæði lið fengu sóknir á lokamínútunni til að ná forystunni. „Þetta er ekkert vesen. Við erum búnir að spila þrjá alveg rosalega jafna leiki, vinna einn og gera tvö jafntefli. Þetta er bara fín æfing fyrir okkur líka og við erum bara brattir.“ FH var aðeins búið að skora fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn enda varnarleikur Fram öflugur. „Við vorum mjög góðir varnarlega í dag en gerum klaufaleg mistök í vörninni sem við vorum búnir að fara vel yfir og ætluðum ekki að gera. Svona er þetta þegar er hátt spennustig í þessu. Ég hefði viljað vera kominn með meira forskot í seinni hálfleik og líka í fyrri hálfleik.“ „Phil Döhler (markvörður FH) var geggjaður í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn góður, markvarslan okkar datt aðeins í seinni hálfleik eftir frábæra markvörslu í fyrri hálfleik. Hún hrapar ansi hressilega í seinni hálfleiknum á meðan mér fannst vörnin standa vel allan leikinn. Svona er þetta, það er alltaf hægt að gera betur en við erum að spila á móti geggjuðu liði og tökum þetta stig bara.“ Undir lokin varð gríðarlega mikill hasar. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, tók aukakast eftir að tíminn var runninn út og skaut beint í andlit leikmanns FH. Litlu munaði að hópslagsmál brytust út, menn tókust vel á og áhorfendur komnir ansi nálægt enda atvikið upp við stúkuna. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar glottandi með Þorstein Gauta standandi bakvið myndavélina. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta,“ sagði Einar að endingu. Fram FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Við vorum ekki alveg nógu kúl í hausnum. Þetta er stig, það er betra heldur en ekkert stig og við tökum það með okkur og svo er það áfram gakk,“ sagði Einar enn fremur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Framarar leiddu lengst af í dag, náðu fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik en FH tókst að jafna fyrir hlé áður en Fram tók frumkvæðið á ný. Eins og Einar sagði gekk Frömurum á köflum ekki nógu vel að nýta sér stöðu þar sem þeir voru einum fleiri. „Við erum bara með okkar útfærslur og höfum verið að gera þetta ágætlega. Við erum að skapa okkur færin en klikka úr dauðafærum. Á móti Stjörnunni förum við með tvö dauðafæri og í dag að minnsta kosti eitt ef ekki tvö. Okkur vantaði eitt mark í viðbót og þá hefðum við náð betri forystu en í staðinn fá þeir augnablikið með sér og gátu komist yfir,“ bætti Einar við en bæði lið fengu sóknir á lokamínútunni til að ná forystunni. „Þetta er ekkert vesen. Við erum búnir að spila þrjá alveg rosalega jafna leiki, vinna einn og gera tvö jafntefli. Þetta er bara fín æfing fyrir okkur líka og við erum bara brattir.“ FH var aðeins búið að skora fjögur mörk þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn enda varnarleikur Fram öflugur. „Við vorum mjög góðir varnarlega í dag en gerum klaufaleg mistök í vörninni sem við vorum búnir að fara vel yfir og ætluðum ekki að gera. Svona er þetta þegar er hátt spennustig í þessu. Ég hefði viljað vera kominn með meira forskot í seinni hálfleik og líka í fyrri hálfleik.“ „Phil Döhler (markvörður FH) var geggjaður í þessum leik. Mér fannst varnarleikurinn góður, markvarslan okkar datt aðeins í seinni hálfleik eftir frábæra markvörslu í fyrri hálfleik. Hún hrapar ansi hressilega í seinni hálfleiknum á meðan mér fannst vörnin standa vel allan leikinn. Svona er þetta, það er alltaf hægt að gera betur en við erum að spila á móti geggjuðu liði og tökum þetta stig bara.“ Undir lokin varð gríðarlega mikill hasar. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram, tók aukakast eftir að tíminn var runninn út og skaut beint í andlit leikmanns FH. Litlu munaði að hópslagsmál brytust út, menn tókust vel á og áhorfendur komnir ansi nálægt enda atvikið upp við stúkuna. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar glottandi með Þorstein Gauta standandi bakvið myndavélina. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta,“ sagði Einar að endingu.
Fram FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: FH - Fram 25-25 | Jafnt eftir mikla dramatík í Kaplakrika FH og Fram gerðu 25-25 jafntefli í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Fram leiddi lengst af en FH hélt gestunum í seilingarfjarlægð og náðu nokkrum sinnum að jafna. Bæði lið fengu tækifæri til að taka sigurinn í lokin en lokasóknir liðanna fóru forgörðum. 29. september 2022 22:19
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða