„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“ Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 10:31 Jasmín Erla Ingadóttir og stöllur hennar í Stjörnunni laumuðu sér upp í Evrópusæti í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar og geta tryggt sér sætið á morgun. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta. Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun en ýmsir hafa gagnrýnt það að lokaumferðin skuli leikin klukkan 14 á morgun, rétt áður en stærsti leikur ársins í karlaboltanum fer fram, bikarúrslitaleikur FH og Víkings sem hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Þannig tekur Jasmín undir gagnrýni Péturs Péturssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, sem í viðtali við Fótbolta.net sagði leikjaniðurröðunina vanvirðingu við kvennafótboltann og það sem leikmenn legðu á sig. Hann óttast að umfjöllun um lokaumferðina verði öll rýrari en ella. „Mér finnst þetta setja stelpurnar rosalega mikið niður. Þær eru búnar að æfa eins og skepnur og gera það vel, oftast á lágum launum. Þær fá ekki einu sinni þá virðingu frá Knattspyrnusambandinu að það sé einhver tími fyrir þær, hvort sem það er í sambandi við umfjöllun eða annað,“ segir Pétur og veltir fyrir sér hvort að einhver hjá KSÍ muni hafa tíma til að mæta og afhenda Valskonum Íslandsmeistarabikarinn. Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir. https://t.co/CVyxJAH4Xu— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) September 29, 2022 Jasmín deildi viðtalinu við Pétur á Twitter og skrifaði: „Tek undir þetta, gjörsamlega galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann. Við eigum allar meira skilið en þetta eins og Pétur segir.“ Lokaumferðin í Bestu deild kvenna verður sýnd á Stöð 2 Sport þar sem meðal annars leikur Stjörnunnar og Keflavíkur verður í beinni útsendingu. Ef Stjarnan vinnur þann leik kemst liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári, en annars er hætta á að Breiðablik komist upp fyrir Stjörnuna. Jasmín og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, eru svo efstar í keppninni um gullskóinn. Jasmín er með 10 mörk og Gyða Kristín níu, en fast á hæla þeirra koma nokkrir leikmenn með átta mörk. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira