Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn Snorri Másson skrifar 30. september 2022 10:54 Forystufólk Flokks fólksins fyrir norðan eins og listinn leit upphaflega út. Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er ekki á myndinni og Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson eru nú óháðir bæjar- og varabæjarfulltrúar. Flokkur fólksins Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu. Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki. Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki.
Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06
Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13