Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Hörður 43-25 | Greinilegir yfirburðir Eyjamanna Einar Kárason skrifar 2. október 2022 15:15 Arnór Viðarsson kom sterkur inn eftir meiðsli. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikurinn fór skemmtilega af stað og var mikið skorað í upphafi leiks. Staðan eftir um tíu mínútur var 7-6, ÍBV í vil en mínútum síðar var hún orðin 12-7. Mikill hraði og ákefð var í leiknum og voru Harðarmenn ekki mættir alla leið til Vestmannaeyja sem fallbyssufóður þrátt fyrir að mæta ógnarsterku og reynslumiklu liði ÍBV. Þegar tíu mínútur eftir lifðu af fyrri hálfleiknum var munurinn fjögur mörk, 16-12, en Eyjamenn höfðu þá þegar rúllað duglega á leikmönnum inn af bekknum en minna var um hreyfingar hjá þunnskipuðu liði Harðar. Eftir því sem leið enn meira á hálfleikinn fóru yfirburðir Eyjamanna að gera vart við sig og juku þeir við forskot sitt það sem eftir lifði hálfleiks. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 24-15. Yfirburðir ÍBV héldu áfram í síðari hálfleiknum en gestirnir áttu margar fínar rispur í leiknum. Þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir var munurinn þrettán mörk, 34-21. Leikurinn varð aldrei nein keppni og engin spurning hvort stigin færu að leik loknum. Heimamenn héldu dampi það sem eftir lifði leiks og juku forskot sitt enn frekar gegn þreyttum Ísfirðingum. Eftir sextíu mínútur var munurinn átján mörk, 43-25. Af hverju vann ÍBV? Ísfirðingar mættu vel gíraðir til leiks og fögnuðu hverju marki, hverri vörslu og stöðvun vel og innilega en Eyjaliðið er einfaldlega mun betur mannað og var þetta frekar þægilegur dagur á skrifstofunni. Harðarmenn áttu margar fínar sóknir og markvarslan var ágæt oft á tíðum en í efstu deild dugir það ekki til gegn toppliði eins og ÍBV. Það verður gaman að fylgjast með Herði í vetur. Hverjir stóðu upp úr? Elmar Erlingsson var markahæstu maður vallarins með ellefu mörk, þar af eitt úr víti. Honum næstir voru Rúnar Kárason og Arnór Viðarsson með níu og sex mörk skoruð. Í liði gestanna voru Daníel Wale Adeleye og Endijs Kusners atkvæðamestir með fimm mörk, Daníel með þrjú út vítum. Petar Jokanovic í marki ÍBV varði fjórtán bolta á meðan Roland Lebedevs varði sjö bolta í marki Harðar. Hvað gekk illa? Gestirnir reyndu trekk í trekk að spila með yfirtölu og þar af leiðandi engan í markinu. ÍBV skoraði ótal mörg mörk yfir völlinn endilangan og þegar Petar í markinu er með þrjú mörk skráð, þá segir það ýmislegt. Hvað gerist næst? Eyjamenn taka á móti Stjörnunni á fimmtudaginn næstkomandi en Ísfirðingar fá Selfyssinga í heimsókn á laugardaginn. Erlingur: Vorum ekki sigurvissir fyrir leik Erlingur Richardsson.Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn munu spila erfiðari leiki í vetur en þetta var leikur sem þurfti að vinna. ,,Hvað get ég sagt," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV. ,,Þeir hafa spilað ágætlega og hafa ekkert verið að skíttapa. Þeir voru bara í ágætis leikjum fyrir þennan leik í dag. Við vorum ekkert sigurvissir fyrir þennan leik, það er á hreinu. Við þurftum að hafa fyrir þessum leik." ,,Þeir eru enn að slípa liðið saman og eru í fyrsta skipti í efstu deild. Þeir eru nýliðar og þurfa aðlögunartíma. Það má búast því að það komi svona sveiflur á milli leikja hjá þeim á meðan þeir eru í þessum fasa." ,,Við gátum notað Arnór (Viðarsson) dálítið í dag. Fyrsti leikur hans í langan tíma. Við sáum það að hann var virkilega spenntur og lék mjög vel. Það er gott að fá hann inn. Sigtryggur (Daði Rúnarsson) hvíldi í dag. Mér sýnist Arnór vera á góðri leið og Róbert (Sigurðarson) er rétt ókominn inn. Það er bara dagaspurslmál," sagði Erlingur jákvæður fyrir komandi tímum. Olís-deild karla Handbolti ÍBV Hörður
Leikurinn fór skemmtilega af stað og var mikið skorað í upphafi leiks. Staðan eftir um tíu mínútur var 7-6, ÍBV í vil en mínútum síðar var hún orðin 12-7. Mikill hraði og ákefð var í leiknum og voru Harðarmenn ekki mættir alla leið til Vestmannaeyja sem fallbyssufóður þrátt fyrir að mæta ógnarsterku og reynslumiklu liði ÍBV. Þegar tíu mínútur eftir lifðu af fyrri hálfleiknum var munurinn fjögur mörk, 16-12, en Eyjamenn höfðu þá þegar rúllað duglega á leikmönnum inn af bekknum en minna var um hreyfingar hjá þunnskipuðu liði Harðar. Eftir því sem leið enn meira á hálfleikinn fóru yfirburðir Eyjamanna að gera vart við sig og juku þeir við forskot sitt það sem eftir lifði hálfleiks. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 24-15. Yfirburðir ÍBV héldu áfram í síðari hálfleiknum en gestirnir áttu margar fínar rispur í leiknum. Þegar tæplega stundarfjórðungur var eftir var munurinn þrettán mörk, 34-21. Leikurinn varð aldrei nein keppni og engin spurning hvort stigin færu að leik loknum. Heimamenn héldu dampi það sem eftir lifði leiks og juku forskot sitt enn frekar gegn þreyttum Ísfirðingum. Eftir sextíu mínútur var munurinn átján mörk, 43-25. Af hverju vann ÍBV? Ísfirðingar mættu vel gíraðir til leiks og fögnuðu hverju marki, hverri vörslu og stöðvun vel og innilega en Eyjaliðið er einfaldlega mun betur mannað og var þetta frekar þægilegur dagur á skrifstofunni. Harðarmenn áttu margar fínar sóknir og markvarslan var ágæt oft á tíðum en í efstu deild dugir það ekki til gegn toppliði eins og ÍBV. Það verður gaman að fylgjast með Herði í vetur. Hverjir stóðu upp úr? Elmar Erlingsson var markahæstu maður vallarins með ellefu mörk, þar af eitt úr víti. Honum næstir voru Rúnar Kárason og Arnór Viðarsson með níu og sex mörk skoruð. Í liði gestanna voru Daníel Wale Adeleye og Endijs Kusners atkvæðamestir með fimm mörk, Daníel með þrjú út vítum. Petar Jokanovic í marki ÍBV varði fjórtán bolta á meðan Roland Lebedevs varði sjö bolta í marki Harðar. Hvað gekk illa? Gestirnir reyndu trekk í trekk að spila með yfirtölu og þar af leiðandi engan í markinu. ÍBV skoraði ótal mörg mörk yfir völlinn endilangan og þegar Petar í markinu er með þrjú mörk skráð, þá segir það ýmislegt. Hvað gerist næst? Eyjamenn taka á móti Stjörnunni á fimmtudaginn næstkomandi en Ísfirðingar fá Selfyssinga í heimsókn á laugardaginn. Erlingur: Vorum ekki sigurvissir fyrir leik Erlingur Richardsson.Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn munu spila erfiðari leiki í vetur en þetta var leikur sem þurfti að vinna. ,,Hvað get ég sagt," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV. ,,Þeir hafa spilað ágætlega og hafa ekkert verið að skíttapa. Þeir voru bara í ágætis leikjum fyrir þennan leik í dag. Við vorum ekkert sigurvissir fyrir þennan leik, það er á hreinu. Við þurftum að hafa fyrir þessum leik." ,,Þeir eru enn að slípa liðið saman og eru í fyrsta skipti í efstu deild. Þeir eru nýliðar og þurfa aðlögunartíma. Það má búast því að það komi svona sveiflur á milli leikja hjá þeim á meðan þeir eru í þessum fasa." ,,Við gátum notað Arnór (Viðarsson) dálítið í dag. Fyrsti leikur hans í langan tíma. Við sáum það að hann var virkilega spenntur og lék mjög vel. Það er gott að fá hann inn. Sigtryggur (Daði Rúnarsson) hvíldi í dag. Mér sýnist Arnór vera á góðri leið og Róbert (Sigurðarson) er rétt ókominn inn. Það er bara dagaspurslmál," sagði Erlingur jákvæður fyrir komandi tímum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti