„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 12:01 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra þegar gengið var frá ráðningu Hörpu. Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals." Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals."
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54