„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 12:01 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra þegar gengið var frá ráðningu Hörpu. Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals." Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals."
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54