Segir trúverðugleika Rússa minnkandi sem gæti aukið hömluleysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2022 20:43 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Hann segir áróðursstríð Rússa vera orðið hið vandræðalegasta. Stöð 2/Arnar Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir sigur Úkraínumanna í Lyman í dag mikið áfall og bakslag í áróðursstríði Rússa. Áhyggjuefni sé að leið Rússa úr slíkum ógöngum sé að stigmagna aðgerðir og verða hömulausari. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, ræddi vendingar dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir sigur Úkraínumanna yfir Lyman, mikilvægum bæ í einu héraðinu sem innlimað var í Rússland með formlegri athöfn í gær, vera fyrst og fremst vandræðalegan fyrir Rússa. „Í fyrsta lagi er þetta mikið áfall og í öðru lagi, frá sjónarhóli áróðursstríði Rússa, þá er þetta mikið bakslag. Þetta er beint í kjölfarið á þessari dans- og sönghátíð í gær þar sem Pútín lýsti yfir yfirtöku á þessum fylkjum í Úkraínu þannig að þetta er vandræðalegt. Þetta sýnir að heraflanum er illa stýrt og það hefur áhrif á Pútín sjálfan sem er meira farinn að skipta sér af stjórn stríðsins.“ Rússneskir leiðtogar skammast hver í öðrum Friðrik segir herkvaðningu í Rússlandi ekki bæta stöðuna, þvert á móti flækja málin þar sem Rússar virðist ekki ráða við þá aðgerð. „Fréttir berast af því að fólk sem kallað er til í þessari herkvaðningu fái ekki búnað, vopn, búninga eða þjálfun. Það er verið að skófla því á frontinn. Þetta er allt hið pínlegasta.“ Staðan sé veikleikamerki fyrir Rússa og það sjáist best á skömmunum sem fara á milli rússneskra leiðtoga. „Kadyrov, leiðtogi Tjetjena er mjög stóryrtur á Telegram í dag og hreinlega kallar eftir því að leiðtogi hersins á svæðinu verði rekinn og að Asimov, yfirherforingi rússneska hersins, verði látinn víkja líka – og kallar eftir notkun á „taktískum“ kjarnavopnum.“ Næstu skref Rússa áhyggjuefni Staðan sé því öll sú vandræðalegasta fyrir Rússa en erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að snúa henni við. „Leið Rússa úr svona ógöngum er að stigmagna og verða hömlulausari í sínum aðgerðum. Það er það sem veldur manni áhyggjum.“ Friðrik segir sýningu Rússa í gær á innlimun fjögurra héraða Úkraínu fyrst og fremst vera innanlandspólitík og í mesta lagi styrkja ímynd stjórnarinnar hjá almenningi. „En þegar það kemur svona niðurlæging á vígvellinum beint í framhaldi þá er erfitt að sjá hvernig trúverðugleikinn á að halda, meira að segja innanlands.“ Ukrainian soldiers throw down Russian flags from the roof of Lyman s town council building. Looks like the DNR one didn t fare too well either pic.twitter.com/y10kNUMgri— Jack Losh (@jacklosh) October 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira