Vel á annað hundrað látið í troðningi eftir tapleik Árni Sæberg skrifar 2. október 2022 07:44 Óeirðirnar brutust út á Kanjuruhan leikvanginum í Malang. Hendra Permana/AP Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils. Indónesía Fótbolti Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Óeirðir brutust út á heimavelli knattspyrnuliðsins Arema FC í Malang í Indónesíu eftir að heimaliðið tapaði 2-3 á móti Persebaya. Stuðningsmenn Arema brugðust ókvæða við tapinu, enda er leikurinn fyrsti heimaleikur sem Arema hefur tapað í heil 23 ár. Stuðningsmenn fleygðu flöskum og öðrum hlutum í leikmenn og dómara áður en þeir ruddust inn á völlinn og kröfðu þjálfarateymi Arema svara, að því er segir í frétt AP um málið. Í myndskeiði frá AP má sjá hluta óeirðanna og afleiðinga þeirra: Allsherjaróeirðir brutust út Stuðningsmenn létu sér ekki nægja að valda usla inni á vellinum heldur dreifðust óeirðirnar út fyrir leikvanginn. Þar tók óeirðalögregla á móti þeim grá fyrir járnum. Óeirðarseggir hvolfdu minnst fimm lögreglubifreiðum og lögðu eld að þeim. Lögregla brást við með því að skjóta táragasi inn í mannfjöldann. Táragas er stranglega bannað á öllum knattspyrnuvöllum samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Eftir að lögregla beitti táragasinu reyndi mikill fjöldi fólks að flýja með þeim afleiðingum að margir urðu undir í troðningi. Inni á leikvanginum létust 32, þar á meðal börn. Ríflega þrjú hundruð voru flutt á spítala en að sögn Emil Dardak, aðstoðarhéraðsstjóra Austur Jövu, er tala látinna nú komin í 174. Þá séu ríflega eitt hundrað á sjúkrahúsi, þar af ellefu í lífshættu. Forsetinn fyrirskipar hlé á deildinni Joko Widodo, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í dag og vottaði aðstandendum látinna samúð sína. „Þessi harmleikur hryggir mig mikið og ég vona að þetta verði síðasti knattspyrnuharmleikurinn í þessu landi, leyfið ekki öðrum mannlegum harmleik á borð við þennan að verða í framtíðinni. Við verðum að halda uppi íþróttamannslegri hegðun, mennsku og bræðralagi indónesísku þjóðarinnar,“ sagði hann. Ljóst er að mikill fjöldi aðstandenda er í sárum eftir atvikið í gær.Dicky Bisinglasi/AP Þá sagði hann að hann hefði fyrirskipað knattspyrnusambandi Indónesíu, PSSI, að gera tímabundið hlé á úrvalsdeildinni á meðan öryggisatriði verða yfirfarin og bætt. PSSI hefur þegar tilkynnt að heimaleikir Arema verði leiknir bak við luktar dyr það sem eftir lifir keppnistímabils.
Indónesía Fótbolti Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira