Leggst illa í handboltafólk að taka út harpixið: „Það bara er ekki handbolti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2022 13:01 Stelpurnar í U18 ára landsliði Íslands prufukeyrðu harpixlausa boltann á HM í sumar og voru ekki hrifnar. Harpix hefur verið nauðsynjabúnaður handboltafólks í áranna raðir, klístrið sem vekur oft upp spurningar þeirra sem þekkja minna til íþróttarinnar. En síðustu ár hefur það verið í umræðunni að hætta notkun harpix og var það meðal annars prófað á HM kvenna undir 18 ára í sumar. Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Handboltafólk hefur notað harpix svo lengi sem elstu menn muna. Klístrið er notað til að ná betra gripi á boltanum og er handboltafólk almennt hlynnt notkun þess og getur varla hugsað sér að spila handbolta án klístursins. Það virðist þó vera í þróun að útrýma harpixinu, handboltafólki til ama. Forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), Hassan Moustafa, hefur unnið að því að gera íþróttina harpixlausa. Boltar sem eru sérstaklega hannaðir til þess að þurfa ekki að nota harpix eru nú þegar komnir í umferð. Svava Kristín Grétarsdóttir kíkti á æfingu hjá unglingalandsliði Íslands þar sem stelpurnar sem hafa prófað harpixlausa boltann gátu svarað nokkrum spurningum um hvort lífið án klístursins væri framtíðin í handboltanum. Flestar voru þær sammála því að harpixlausi boltinn væri ekki málið. „Lélegt,“ „ömurlegt,“ „hrikalegt“ og „pirrandi“ voru algengustu orðin þegar stelpurnar voru spurðar út í það fyrsta sem þær hugsuðu um þegar harpixlausi boltinn var nefndur. Þær voru sammála því að handbolti án klístursins væri í raun ekki handbolti og að án þess væru skot og sendingar mun verri. Þrátt fyrir gott gengi stelpnanna á HM í sumar voru þær vissar um að þeim hefði gengið enn betur ef harpixið hefði verið í notkun. Þrátt fyrir þessi ummæli stelpnanna um harpixlausa boltann virtist Svava þó vera hrifin af honum. „Stelpurnar eru ekki hrifnar af harpixlausum bolta, en ég elska þetta. Spurning hvort maður taki skóna af hillunni, hver veit?“ grínaðist Svava í lok innslagsins, en það má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hætta notkun harpix
Handbolti Tengdar fréttir Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00 Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Klísturslausi boltinn hans Hassans hefur vanist vel eftir brösuga byrjun Klísturslausi boltinn, sem notast er við á HM kvenna átján ára og yngri, hefur vanist ágætlega. Þetta segir annar þjálfara íslenska liðsins sem hefur spilað sérlega vel á mótinu. 5. ágúst 2022 09:00
Klísturslausi boltinn hans Hassans notaður í fyrsta sinn á HM U-18 ára Eitt af helstu baráttumálum hins umdeilda forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, Hassans Moustafa, er að hætt verði að nota harpix. Á HM U-18 ára kvenna í sumar verður í fyrsta sinn keppt með klísturslausan bolta. 21. mars 2022 10:01
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn