Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir var með meistaraderhúfuna með sér og þær Katla Tryggvadóttir voru kátar þegar þær spjölluðu við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag. Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, var valin best en Valskonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar. Katla Tryggvadóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði fimm mörk á fyrsta heila tímabilinu sínu fyrir Þrótt og var valin efnilegust. Spjall þeirra við Helenu Ólafsdóttur í Bestu mörkunum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Besta og efnilegasta Arna sagðist ekki hafa reiknað með því að verða valin best allra: „Ég er ánægð með mitt en svona verðlaun fá oft þær sem skora mikið eða eru meira í sviðsljósinu. Maður hefur kannski ekki verið mikið í því en þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Arna sem var frábær í liði Vals og viðurkenndi að tímabilið væri sennilega sitt besta: Var mun meira í „reddingum“ áður „Já, ég held ég geti alveg sagt það. Stöðugasta tímabilið. Valur er að spila öðruvísi fótbolta en ég er vön að gera, alla vega síðustu ár. Þá hef ég verið pjúra varnarmaður, mikið að verjast og í reddingum hér og þar, en núna meira með boltann og að taka þátt framar á vellinum, sem hefur gengið mjög vel,“ sagði Arna en hún kom til Vals frá Þór/KA eftir síðustu leiktíð. Litlu munaði þó að hún færi frekar til Skotlands, þar sem hún varð skoskur meistari með Glasgow City 2021. „Ég var ákveðin í að breyta til en ég var á leiðinni til Skotlands og það eina sem ég átti eftir að gera var að skrifa undir. Það var allt klárt þegar ég heyrði af áhuga Vals og Péturs [Péturssonar, þjálfara Vals]. Mér fannst það meira spennandi; að vera heima og deildin er klárlega sterkari hér en þar. Það eru margir leikmenn í Val sem mig langaði að spila með. Eftir að ég heyrði frá þeim var þetta frekar einfalt val,“ sagði Arna en spjallið við þær Kötlu má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira