Íbúðum í byggingu fjölgar alls staðar nema í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. október 2022 21:00 Fleiri íbúðir eru samanlagt í byggingu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar en í borginni sjálfri. Þar fækkar íbúðum í byggingu milli ára á meðan hún eykst um tæp 90 prósent hjá hinum sveitarfélögunum samanlagt. 8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót. Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
8.113 íbúðir eru nú í byggingu á öllu landinu. Þessu komust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samtök Iðnaðarins að eftir metnaðarfulla talningu í síðasta mánuði. Og þetta er mikil aukning. Á sama tíma í fyrra voru 6.001 íbúð í byggingu á landinu og í mars í ár voru þær 7.260. „Tölurnar segja okkur að við sjáum að þær væntingar sem við höfum haft til þess að við séum að snúa þessari þróun við, þær eru réttar. Þetta er að gerast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Sigurður Ingi hefur kynnt metnaðarfull áform í húsnæðismálum fyrir næsta áratug.vísir/vilhelm Hækkun alls staðar nema í Reykjavík Talningin var kynnt í dag og þar var henni meðal annars skipt upp milli svæða: Af þeim 8.113 íbúðum sem eru í byggingu er verið að reisa 2.433 þeirra í Reykjavík. Það er fækkun á íbúðum í byggingu um 1,2 prósent frá því að sama tíma í fyrra. Í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í kring um Reykjavík er verið að byggja 3.263 íbúðir, sem er 89,8 prósent aukning frá því í september í fyrra. Í sveitarfélögunum í kring um höfuðborgarsvæðið eru 1.516 íbúðir í byggingu, 25,9 prósent hækkun frá því í fyrra. Og á restinni af landinu eru 980 íbúðir í byggingu - 59,9 % fleiri en í fyrra. Gæti verið þéttingarstefnu borgarinnar að kenna Ráðherrann segist hafa áhyggjur af þróuninni í Reykjavík. Hér verði að byggja meira ef metnaðarfull markmið sem hann kynnti í síðasta mánuði eigi að nást. Þar er gert ráð fyrir 20 þúsund nýjum íbúðum á landinu á næstu fimm árum og 35 þúsund á næstu tíu árum. „Hvort sem er nú vegna þéttingarstefnunnar hérna í borginni eða einhverra annarra ástæðna þá er búið að vera byggt of lítið. Við sjáum íbúðahlutfallið þar af nýjum íbúðum miðað við íbúðamassann vera fulllágt,“ segir Sigurður Ingi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir tölurnar hins vegar gefa örlítið skakka mynd því þar eru ekki teknar með þær íbúðir sem búið er að byggja: „Það eru ríflega 500 íbúðir sem hafa klárast á þessu ári . Spáin er sú að það verði 750 sem klárast fyrir áramót. Þá erum við á pari, eða rétt yfir því sem var í fyrra en það er tvö prósent vöxtur sirka, sem er svona sambærilegt og það sem er talið eðlilegt í nágrannalöndunum hjá borgum af svipaðri stærðargráðu,“ segir Einar. Einar segir tölurnar gefa örlítið skakka mynd af stöðunni.vísir/egill Hann tekur þó undir að bæta verði í. „Það er margt í pípunum. Ég er nokkuð viss um að á næsta ári verði 3.000 íbúðir í byggingu.“ Ríkið er í samningaviðræðum við sveitarfélögin um hvernig hægt sé að tryggja lóðaframboð næstu árin svo hægt verði að ná fyrrnefndum markmiðum um 20 þúsund íbúðir á landinu næstu fimm árin. Stefnt er að því að samningur milli borgarinnar og ríkisins verði klár fyrir áramót og segist Einar jafnvel bjartsýnn á að það takist fyrir næstu mánaðamót.
Húsnæðismál Byggðamál Reykjavík Skipulag Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira