„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 07:31 Stjarnan tapaði ekki neinum leik í seinni helmingi Íslandsmótsins, undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn. Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján. Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján.
Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira