„Skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 07:31 Stjarnan tapaði ekki neinum leik í seinni helmingi Íslandsmótsins, undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Guðmundsson vitnaði í Arsene Wenger, setti stefnuna á Íslandsmeistaratitil og útskýrði hvernig námskeið í að tala við stelpur hefur hjálpað honum, í viðtali eftir frábæran árangur kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta undir hans stjórn. Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján. Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Kristján tók við Stjörnunni fyrir fjórum árum þegar sannkallaðar kanónur voru að kveðja félagið – leikmenn á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur, Öddu Baldursdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og fleiri – og ljóst að mikið uppbyggingarstarf væri framundan. Stjörnuliðið hefur síðan litið betur út með hverju árinu og náði á dögunum að tryggja sér 2. sæti í Bestu deildinni, og þar með sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili. Kristján sagði þetta hafa verið markmiðið fyrir tímabilið, þó að allir aðrir hafi spáð því að Valur og Breiðablik yrðu efst. Segjum að annað sæti sé bikar „Við tökum Wenger aðeins á þetta og segjum að 2. sætið sé bikar, eins og hann talaði alltaf um 4. sætið [þegar hann var þjálfari Arsenal]. Það kemur okkur í Evrópukeppnina og gefur okkur ferðapeningana,“ sagði Kristján við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. En Kristján vill enn meira: „Við erum búin að setja markmiðið á að vinna titilinn á næsta ári. Það er bara næsta skref þar sem við erum núna.“ Sló tvær flugur í einu höggi á námskeiði Kristján hafði þjálfað karlalið í tæpa tvo áratugi þegar hann tók við þjálfun Stjörnukvenna. Leikmenn liðsins greindu frá því í Bestu mörkunum á dögunum að hann hefði bætt sig mikið í samskiptum við leikmenn og virtust afar ánægðar með samstarfið við hann. Bentu þær á að hann hefði sótt námskeið til að læra að tala við stelpur. Námskeið sem Kristján segir hafa nýst sér mjög vel. „Þar sem að ég er að kenna líka, nokkra daga í viku í grunnskóla, þarf ég að sjálfsögðu að huga að samskiptum við börn. Það er námskeið í Háskólanum á Akureyri sem að heitir „Samskipti stúlkna“ og ég sá að ég gat slegið tvær flugur í einu höggi við að upplifa og læra hvernig konur tala saman. Að skilja þessar lúmsku augngotur sem þær beita hver annarri…“ sagði Kristján en hætti við að fara nánar út í þá sálma. „Ég lærði heilmikið á því námskeiði. Þetta er mjög gott námskeið, þar sem ég er karlmaður og við skiljum ekki alltaf konur en skilningurinn hefur aukist, ekki spurning,“ sagði Kristján.
Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira