Baulað á Hákon sem þurfti bara nýja skó Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 10:31 Hákon Rafn Valdimarsson sýndi hvernig skórnir rifnuðu allsvakalega í leiknum í Gautaborg í gær. Skjáskot/Sportbladet.se Eftir að hafa fengið á sig eitt mark í bláum skóm hélt Hákon Rafn Valdimarsson marki sínu hreinu í rauðum skóm í góðum 3-1 sigri Elfsborg gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hákon, sem er uppalinn hjá Gróttu og ver mark U21-landsliðs Íslands, vakti reiði stuðningsmanna Gautaborgar á Gamla Ullevi leikvanginum um miðjan seinni hálfleik í gær. Aftonbladet segir að síðustu ár hafi nokkrir markmenn í sænsku deildinni stundað það að ýkja eða ljúga til um meiðsli til að stöðva leiki þegar pressan frá andstæðingum sé orðin mikil. Hákon var aftur á móti ekki með neinn leikaraskap. Takkaskórnir hans voru einfaldlega í tætlum, eins og hann sýndi í viðtölum eftir leik, og hann varð að fara af velli til að skipta um skó eins og sjá má hér að neðan. Elfsborgs målvakt Hákon Valdimarsson tvingas till byte av skor pic.twitter.com/BpvFTisrsN— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 3, 2022 „Skórinn minn fór bara í sundur. Eins og þið sjáið þá gat ég ekki haldið áfram að spila,“ sagði Hákon og tók upp rifna skóinn. „Ég vissi að ég þyrfti að skipta. Ég spurði dómarann og hann sagði „ekkert mál“,“ sagði Hákon. Dómarinn var ekki jafn geðgóður nokkrum mínútum síðar þegar hann rak Marcus Berg, framherja Gautaborgar, af velli eftir kjaftbrúk. Manni fleiri bættu leikmenn Elfsborg við marki og innsigluðu 3-1 sigur, eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið inn á sem varamaður í uppbótartíma. Með sigrinum komst Elfsborg upp fyrir Gautaborg í 7. sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir þremur næstu liðum, þegar 24 umferðir af 30 eru búnar. Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Hákon, sem er uppalinn hjá Gróttu og ver mark U21-landsliðs Íslands, vakti reiði stuðningsmanna Gautaborgar á Gamla Ullevi leikvanginum um miðjan seinni hálfleik í gær. Aftonbladet segir að síðustu ár hafi nokkrir markmenn í sænsku deildinni stundað það að ýkja eða ljúga til um meiðsli til að stöðva leiki þegar pressan frá andstæðingum sé orðin mikil. Hákon var aftur á móti ekki með neinn leikaraskap. Takkaskórnir hans voru einfaldlega í tætlum, eins og hann sýndi í viðtölum eftir leik, og hann varð að fara af velli til að skipta um skó eins og sjá má hér að neðan. Elfsborgs målvakt Hákon Valdimarsson tvingas till byte av skor pic.twitter.com/BpvFTisrsN— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 3, 2022 „Skórinn minn fór bara í sundur. Eins og þið sjáið þá gat ég ekki haldið áfram að spila,“ sagði Hákon og tók upp rifna skóinn. „Ég vissi að ég þyrfti að skipta. Ég spurði dómarann og hann sagði „ekkert mál“,“ sagði Hákon. Dómarinn var ekki jafn geðgóður nokkrum mínútum síðar þegar hann rak Marcus Berg, framherja Gautaborgar, af velli eftir kjaftbrúk. Manni fleiri bættu leikmenn Elfsborg við marki og innsigluðu 3-1 sigur, eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið inn á sem varamaður í uppbótartíma. Með sigrinum komst Elfsborg upp fyrir Gautaborg í 7. sæti deildarinnar en liðið er fimm stigum á eftir þremur næstu liðum, þegar 24 umferðir af 30 eru búnar.
Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira