Íslenski boltinn

Besta liðið og marka­syrpan: „Lúxus­höfuð­verkur hve margar gera til­kall“

Sindri Sverrisson skrifar
Íslandsmeistarar Vals áttu langflesta fulltrúa í liði ársins eftir frábært tvennutímabil.
Íslandsmeistarar Vals áttu langflesta fulltrúa í liði ársins eftir frábært tvennutímabil. vísir/Diego

Lið ársins, besti leikmaður og þjálfari voru valin í veglegum uppgjörsþætti Bestu markanna eftir að leiktíðinni lauk um helgina í Bestu deild kvenna í fótbolta. Myndband til heiðurs meisturum Vals og markasyrpa sumarsins voru einnig sýnd í þættinum.

Sérfræðingar Bestu markanna voru sammála vali leikmanna á besta og efnilegasta leikmanni sumarsins, þeim Örnu Sif Ásgrímsdóttur og Kötlu Tryggvadóttur.

Í liði ársins voru sjö leikmenn Vals auk markahrókanna Jasmínar Erlu Ingadóttur og Gyðu Kristínar Gunnarsdóttur úr Stjörnunni, Kötlu úr Þrótti og Sif Atladóttur úr Selfossi.

Lið tímabilsins í Bestu deild kvenna. Sjö leikmenn eru úr Val, tveir úr Stjörnunni, einn úr Þrótti og einn úr Selfossi.Stöð 2 Sport

„Það var margt erfitt við þetta lið, og það er bara þannig. Það er lúxushöfuðverkur hve margar gera tilkall í þetta lið. Að því sögðu þá er þetta geggjað lið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir.

Klippa: Bestu mörkin - Uppgjör tímabilsins

Sérfræðingarnir tóku fram að Valskonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir væri í raun fyrst inn af varamannabekknum í úrvalsliðinu, eftir frábæra frammistöðu á seinni hluta Íslandsmótsins. Þá var Pétur Pétursson valinn þjálfari ársins.

Hér að neðan má sjá syrpu til heiðurs Íslandsmeisturum Vals, sem svo sannarlega voru vel að titlinum komnir, og markasyrpu mótsins.

Klippa: Bestu mörkin - Valssyrpa
Klippa: Bestu mörkin - Markasyrpa sumarsins

Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×