Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. október 2022 19:32 Spjaldtölvur og minni raftæki falla einnig undir breytingarnar. Getty Evrópuþingið samþykkti í dag að skylda raftækjaframleiðendur til að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Tengið sem varð fyrir valinu er fyrir svokallaðar USB-C snúrur. Ákvörðun þingsins er sögð vera högg fyrir raftækjaframleiðandann Apple. Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Samkomulag milli Evrópusambandsins og Evrópuþingsins náðist í sumar og var síðan samþykkt af 602 þingmönnum þingsins í dag. Aðeins 13 greiddu atkvæði á móti. Flestir símar með Android stýrikerfinu, til að mynda Samsung Galaxy sem er helsti keppinautur iPhone-síma Apple, hafa tengi fyrir USB-C. Apple tæki hafa hins vegar svonefnd Lightning-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Eins og fyrr segir eru breytingarnar taldar hafa mestu áhrifin á Apple og hefur fyrirtækið áður sagt að samræming á hleðslutækjum eða hleðslusnúrum yrði Þrándur í götu nýsköpunar. Raftæki á borð við spjaldtölvur og heyrnartól falla hins vegar einnig undir fyrirhugaðar breytingar, og gætu breytingarnar því haft áhrif á marga raftækjaframleiðendur. Evrópuþingið grípur til aðgerðanna vegna umhverfissjónarmiða og þá er einnig talið að neytendur muni spara um 250 milljónir evra sökum breytinganna. Guardian greinir frá. Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. 7. júní 2022 13:09 Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Meira en áratugur er liðinn frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins byrjaði fyrst að leggja áherslu á að aðeins ein tegund af hleðslutengjum væri fyrir snjalltæki. Samkomulag milli Evrópusambandsins og Evrópuþingsins náðist í sumar og var síðan samþykkt af 602 þingmönnum þingsins í dag. Aðeins 13 greiddu atkvæði á móti. Flestir símar með Android stýrikerfinu, til að mynda Samsung Galaxy sem er helsti keppinautur iPhone-síma Apple, hafa tengi fyrir USB-C. Apple tæki hafa hins vegar svonefnd Lightning-tengi. Samkvæmt tölum ESB voru 29% snjallsíma sem voru seldir árið 2018 með USB-C-tengi, 21% með Lightning-tengi og helmingurinn með eldra USB-B-tengi. Eins og fyrr segir eru breytingarnar taldar hafa mestu áhrifin á Apple og hefur fyrirtækið áður sagt að samræming á hleðslutækjum eða hleðslusnúrum yrði Þrándur í götu nýsköpunar. Raftæki á borð við spjaldtölvur og heyrnartól falla hins vegar einnig undir fyrirhugaðar breytingar, og gætu breytingarnar því haft áhrif á marga raftækjaframleiðendur. Evrópuþingið grípur til aðgerðanna vegna umhverfissjónarmiða og þá er einnig talið að neytendur muni spara um 250 milljónir evra sökum breytinganna. Guardian greinir frá.
Apple Evrópusambandið Tækni Tengdar fréttir Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. 7. júní 2022 13:09 Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024 Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu. 7. júní 2022 13:09
Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. 23. september 2021 12:21