„Ég er hneykslaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 07:31 Xavi tókst ekki að koma vitinu fyrir dómarann Slavko Vincic og fékk engar útskýringar heldur aðeins gult spjald. Getty/David S. Bustamante Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19