„Ég er hneykslaður“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 07:31 Xavi tókst ekki að koma vitinu fyrir dómarann Slavko Vincic og fékk engar útskýringar heldur aðeins gult spjald. Getty/David S. Bustamante Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Börsungar eru komnir í erfiða stöðu í dauðariðlinum, C-riðli, en þeir eru með þrjú stig á meðan að Inter er með sex og Bayern München efst með níu. Hakan Calhanoglu skoraði eina mark leiksins í Mílanó í gær, í lok fyrri hálfleiks, en í seinni hálfleiknum var mark dæmt af Barcelona vegna hendi auk þess sem liðið fékk ekki vítaspyrnu þegar boltinn virtist augljóslega fara í hönd Denzel Dumfries innan teigs. Did VAR even check for handball?!? Obvious pen! Robbed!#InterBarça pic.twitter.com/7jmYLcxh4P— Emil (@Emil_Steenberg) October 4, 2022 „Ég er argur og reiður yfir því sem við sáum. Mér finnst óréttlætið algjört,“ sagði Xavi á blaðamannafundi eftir leikinn. „Ég sagði það á mánudaginn og ég verð að endurtaka það; dómarar verða að koma og útskýra sínar ákvarðanir því ég skil ekki neitt í neinu. Dómarinn vildi ekki gefa mér neinar útskýringar eftir. Dómarar verða að tala. Ég get ekki talað um ákvörðun sem ég tók ekki. Fyrir mér var þetta alveg augljóst. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Xavi. Inter coach knew it was a handball tho. pic.twitter.com/PYnp5ncEjn— BeksFCB (@Joshua_Ubeku) October 4, 2022 Fyrra umdeilda atvikið varð þegar Gavi skoraði fyrir Barcelona en markið var dæmt af því að boltinn fór í hönd Ansu Fati af afar stuttu færi í aðdragandanum. Dómarinn skoðaði atvikið á skjá og dæmdi markið af. Í seinna atvikinu sá Xavi það af hliðarlínunni, og flestum virtist það augljóst, að Dumfries hefði slegið boltann með hendi innan teigs en það var mat myndbandsdómara að ekki væri hægt að sjá það með óyggjandi hætti. Dómari leiksins skoðaði atvikið ekki. „Ef þið eruð að spyrja hvernig mér líði þá er það þannig að ég er hneykslaður. Ég skil ekkert. Ef að Ansu snerti boltann óvart en einhver annar skoraði, þá er það mark. Og þeir dæmdu það af. Varðandi hitt atvikið þá skil ég bara ekkert. Þetta er óréttlæti, ég get ekki leynt því. Dómararnir verða að tala,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59 Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 4. október 2022 20:59
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. 4. október 2022 21:19