Hvers virði er farsæld barna og kennara? Sigurður Sigurjónsson skrifar 5. október 2022 12:00 Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á Alþjóðadegi kennara standa stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla sig langt umfram eðlilegar kröfur, sem og aðra daga. En hversu langt er hægt að ganga? Er ekki þegar komið að þolmörkum? Fyrir um ári síðan kom út skýrsla starfshóps Félags stjórnenda leikskóla og Félags leikskólakennara um vinnuumhverfi í leikskólum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að bæta þarf starfsumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Tryggja þarf börnum meira rými og bæta þarf samráð á milli rekstraraðila leikskólanna og stjórnenda þeirra um fjölda barna í leikskólum. Staðreyndin er sú að flestir rekstraraðilar gera stjórnendum leikskóla ekki kleift að fara eftir settum reglum. Samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða skal gera ráð fyrir rými fyrir starfsmenn sem starfa með börnum, en í fæstum tilfellum er það gert. Eins skal gera ráð fyrir að lágmarki þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Þeirri kröfu er þó sjaldnast mætt. Mörg dæmi eru um að veggir og skápar séu taldir með þegar leikrými barna er reiknað út. Allt of mörg börn í allt of litlu rými í allt of langan tíma hefur afleiðingar. Það hefur áhrif á menntun barnanna, líðan þeirra og geðtengsl. Einnig á starfsfólkið, starfsaðstæður og loftgæði. Líðan kennara hefur síðan bein áhrif á líðan barna. Nú, ári eftir útgáfu skýrslunnar berast reglulega fréttir af versnandi aðbúnaði í leikskólum. Starfsfólki og börnum er gert að flytja inn í óklárað húsnæði á ókláraðri lóð. Þeim er gert að flytja úr einu ófullnægjandi og heilsuspillandi starfsumhverfi í annað. Starfsfólk fer í langtímaveikindi, aðrir gefast upp og segja sína skoðun með því að skipta um starfsvettvang. Foreldrar þrýsta á að börn sín komist sem fyrst inn í leikskóla, leikskóla sem eru ekki tilbúnir til að taka á móti þeim. Þrýstingur foreldra og þjónustusækni rekstraraðila veldur of miklu álagi á leikskólakerfið. Við slíkar aðstæður hlýtur eitthvað að gefa sig á endanum. Foreldrar, tíminn er kominn til að berjast fyrir því að börnin ykkar fái það lágmarksleikrými sem þau þurfa og eiga rétt á. Hættum að sætta okkur við að rekstraraðilar brjóti gegn þessum rétti barnanna. Rekstraraðilar leikskóla, sveitarfélög, þið berið skyldu til að huga að öryggi og aðbúnaði barna og starfsmanna þeirra stofnana sem þið rekið. Ég hvet ykkur til að ganga strax til verka og gera úrbætur. Til hamingju með Alþjóðadag kennara. Höfundur er formaður Félags stjórnenda í leikskólum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun