Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-22 | Valur sterkari á ögurstundu gegn Fram Hjörvar Ólafsson skrifar 5. október 2022 20:58 Thea Imani Sturludóttir skoraði mest í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Valur og Fram leiddu saman hesta sína í þriðju umferð í Olís deild kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í jöfnum leik urðu 27-22 Val í vil. Fram mætti til leiks með tvo nýja leikmenn að þessu sinni en Madeleine Lindholm og Tamöru Jovicevic er ætlað það krefjandi hlutskipti að fylla skarð Karenar Knútsdóttur og Hildar Þorgeirsdóttur í vetur. Madeleine fór vel af stað í frumraun sinni og ljóst er að um öfluga skyttu er að ræða. Fram hóf leikinn betur og gestirnir voru fjórum mörkum yfir, 8-4, um miðjan fyrri hálfleik. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson leikhlé og Valskonur rönkuðu við sér í kjölfarið. Eftir um 20 mínútna leik var staðan jöfn, 10-10, og Valur var svo þremur mörkum yfir, 15-12, í hálfleik. Líkt og í fyrri hálfleiknum byrjuðu leikmenn Fram betur í þeim seinni og náðu frumkvæðinu í leiknum. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks. Valskonur voru svo sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og heimakonur innbyrtu að lokum fimm marka sigur. Sara Sif Helgadóttir varði vel í marki Vals og á hinum enda vallarins var Thea Imani Sturludóttir atkvæðamest með sex mörk. Hafdís Renötudóttir átti fínan leik í marki Fram og Madeleine, Perla Ruth Albersdóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu fimm mörk hver. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór: Fengum ferskar fætur þegar þess þurfti „Ég var ósáttur við hvernig við byrjuðum báða hálfleiki en við náðum sem betur fer vopnum okkar þegar líða tók á þá. Við náðum að þétta vörnina, fengum í kjölfarið varða bolta og flæðið batnaði í sóknarleiknum," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það gladdi mig hversu margir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálina til þess að landa þessum sigri. Það var mikilvægt að fá ferskar fætur og framlag frá mörgum leikmönnum þegar það skipti máli. Thea Imani tók svo af skarið þegar við lentum í vandræðum í sóknarleiknum," sagði þjálfarinn enn fremur. „Þrátt fyrir að við séum með fullt hús stiga þá er ýmislegt sem við getum bætt enda mótið bara nýfarið af stað. Heilt yfir er ég aftur á móti sáttur við spilamennsku okkar það sem af er og mér finnst vera fínn stígandi í þessu hjá okkur," sagði hann. Stefán: Mun taka tíma að slípa þetta lið saman „Mér fannst þetta vera fullt stórt tap miðað við gang leiksins og það svíður svolítið. Þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur og það voru tveir slæmir kaflar sem fóru með þetta. Ég kann illa við að tapa en enn verr að missa leikina á óþarfa hátt úr höndum okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. „Á löngum köflum vorum við hins vegar að byrja vel og við byrjuðum þennan leik vel. Miðað við efni og aðstæður þar sem við erum að missa mikla handboltagreind í Hildi Þorgeirsdóttur og Karen Knútsdóttur og fá tvo nýja lykilleikmenn til móts við okkur nokkrum dögum fyrir þennan leik þá erum við bara á fínum stað," sagði Stefán um stöðu mála. „Madeleine og Tamara náðu tveimur æfingum með okkur fyrir þennan leik og mér fannst þær bara koma vel inn í liðið. Það mun taka tíma að slípa þetta lið saman og koma okkur á sama stað og Valur sem er með sterkasta liðið eins og sakir standa. Ég er hins vegar fullviss um að við munum ná að standa jafnfætis þeim þegar fram í sækir," sagið hann bjartsýnn um framhaldið. Stefán Arnarson er alla jafna líflegur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Í raun var það lítið sem skildi liðin að í þessum leik enda um tvö topplið í deildinni að ræða. Valur er með rútineðara lið og notaði breiddina í liði sínu betur betur en Framliðið. Þannig sáu tíu leikmenn um markaskorun Vals á meðan mörkin dreifðust á sex leikmenn hjá Fram. Hverjar sköruðu fram úr? Eins og áður segir var Thea Imani öflug í sóknarleik Vals og Sara Sif stóð vaktina vel í markinu. Þá fiskaði Elín Rósa Magnúsdóttir fjögur vítaköst, gaf nokkrar stoðsendingar og skoraði þrjú mörk. Madeleine átti fína spretti í leiknum en það dró af henni þegar líða tók á leikinn. Hvað gekk illa? Mariam Eradze fann ekki fjölina sína í þessum leik en skotnýtingin hennar var ekki góð og þá var hún að tapa helst til of mörgum boltum þar að auki. Hjá Fram var Kristrún Steinþórsdóttir en hún náði ekki að finna netmöskvana í marki Vals í þeim fjórum skotum sem hún tók og gerði auk þess þó nokkra tæknifeila. Hvað gerist næst? Fram fær Hauka í heimsókn á laugardaginn kemur en Valur heldur til Vestmannaeyja og mætir ÍBV á miðvikudaginn eftir slétta viku. Olís-deild kvenna Valur Fram Handbolti
Valur og Fram leiddu saman hesta sína í þriðju umferð í Olís deild kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í jöfnum leik urðu 27-22 Val í vil. Fram mætti til leiks með tvo nýja leikmenn að þessu sinni en Madeleine Lindholm og Tamöru Jovicevic er ætlað það krefjandi hlutskipti að fylla skarð Karenar Knútsdóttur og Hildar Þorgeirsdóttur í vetur. Madeleine fór vel af stað í frumraun sinni og ljóst er að um öfluga skyttu er að ræða. Fram hóf leikinn betur og gestirnir voru fjórum mörkum yfir, 8-4, um miðjan fyrri hálfleik. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson leikhlé og Valskonur rönkuðu við sér í kjölfarið. Eftir um 20 mínútna leik var staðan jöfn, 10-10, og Valur var svo þremur mörkum yfir, 15-12, í hálfleik. Líkt og í fyrri hálfleiknum byrjuðu leikmenn Fram betur í þeim seinni og náðu frumkvæðinu í leiknum. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks. Valskonur voru svo sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og heimakonur innbyrtu að lokum fimm marka sigur. Sara Sif Helgadóttir varði vel í marki Vals og á hinum enda vallarins var Thea Imani Sturludóttir atkvæðamest með sex mörk. Hafdís Renötudóttir átti fínan leik í marki Fram og Madeleine, Perla Ruth Albersdóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu fimm mörk hver. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór: Fengum ferskar fætur þegar þess þurfti „Ég var ósáttur við hvernig við byrjuðum báða hálfleiki en við náðum sem betur fer vopnum okkar þegar líða tók á þá. Við náðum að þétta vörnina, fengum í kjölfarið varða bolta og flæðið batnaði í sóknarleiknum," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Það gladdi mig hversu margir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálina til þess að landa þessum sigri. Það var mikilvægt að fá ferskar fætur og framlag frá mörgum leikmönnum þegar það skipti máli. Thea Imani tók svo af skarið þegar við lentum í vandræðum í sóknarleiknum," sagði þjálfarinn enn fremur. „Þrátt fyrir að við séum með fullt hús stiga þá er ýmislegt sem við getum bætt enda mótið bara nýfarið af stað. Heilt yfir er ég aftur á móti sáttur við spilamennsku okkar það sem af er og mér finnst vera fínn stígandi í þessu hjá okkur," sagði hann. Stefán: Mun taka tíma að slípa þetta lið saman „Mér fannst þetta vera fullt stórt tap miðað við gang leiksins og það svíður svolítið. Þetta var kaflaskipt frammistaða hjá okkur og það voru tveir slæmir kaflar sem fóru með þetta. Ég kann illa við að tapa en enn verr að missa leikina á óþarfa hátt úr höndum okkar," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. „Á löngum köflum vorum við hins vegar að byrja vel og við byrjuðum þennan leik vel. Miðað við efni og aðstæður þar sem við erum að missa mikla handboltagreind í Hildi Þorgeirsdóttur og Karen Knútsdóttur og fá tvo nýja lykilleikmenn til móts við okkur nokkrum dögum fyrir þennan leik þá erum við bara á fínum stað," sagði Stefán um stöðu mála. „Madeleine og Tamara náðu tveimur æfingum með okkur fyrir þennan leik og mér fannst þær bara koma vel inn í liðið. Það mun taka tíma að slípa þetta lið saman og koma okkur á sama stað og Valur sem er með sterkasta liðið eins og sakir standa. Ég er hins vegar fullviss um að við munum ná að standa jafnfætis þeim þegar fram í sækir," sagið hann bjartsýnn um framhaldið. Stefán Arnarson er alla jafna líflegur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Í raun var það lítið sem skildi liðin að í þessum leik enda um tvö topplið í deildinni að ræða. Valur er með rútineðara lið og notaði breiddina í liði sínu betur betur en Framliðið. Þannig sáu tíu leikmenn um markaskorun Vals á meðan mörkin dreifðust á sex leikmenn hjá Fram. Hverjar sköruðu fram úr? Eins og áður segir var Thea Imani öflug í sóknarleik Vals og Sara Sif stóð vaktina vel í markinu. Þá fiskaði Elín Rósa Magnúsdóttir fjögur vítaköst, gaf nokkrar stoðsendingar og skoraði þrjú mörk. Madeleine átti fína spretti í leiknum en það dró af henni þegar líða tók á leikinn. Hvað gekk illa? Mariam Eradze fann ekki fjölina sína í þessum leik en skotnýtingin hennar var ekki góð og þá var hún að tapa helst til of mörgum boltum þar að auki. Hjá Fram var Kristrún Steinþórsdóttir en hún náði ekki að finna netmöskvana í marki Vals í þeim fjórum skotum sem hún tók og gerði auk þess þó nokkra tæknifeila. Hvað gerist næst? Fram fær Hauka í heimsókn á laugardaginn kemur en Valur heldur til Vestmannaeyja og mætir ÍBV á miðvikudaginn eftir slétta viku.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti