Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 14:01 Bandarískir hermenn í Sýrlandi í síðasta mánuði. Getty/Hedil Amir Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag. Sýrland Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Bandaríkjamenn geri árás sem þessa á yfirráðasvæði Assads, í það minnsta frá árinu 2008. Þrír síðustu æðstu leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa verið felldir í sambærilegum árásum á undanförnum árum. Fregnir af árásinni eru enn á miklu reiki. Óljóst er hvort umræddur leiðtogi, sem er ekki núverandi æðsti leiðtogi samtakanna, var felldur eða handsamaður. Fréttaveitan Reuters hefur þó heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur og er hann sagður hafa haldið utan um skipulag hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa verið handsamaðir í árásinni. Heimildarmenn Reuters segja þá menn hafa haldið til í varðstöð vígahóps með tengsl við sýrlenska herinn í þorpinu. Heyrðu ekki skothríð Einn íbúi sagði að þyrlur hefðu lent í þorpinu um miðnætti að staðartíma og íbúum hafi verið sagt að halda kyrru heima fyrir og slökkva öll ljós. Hermennirnir eru sagðir hafa verið í þorpinu í nokkrar klukkustundir en íbúar munu ekki hafa heyrt neina skothríð. Charles Lister, sem sérhæfir sig meðal annars í málefnum Sýrlands, segir svæðið í kringum Qamishli lengi hafa verið viðkomustað erlendra vígamanna Al-Qaeda í Írak sem voru á leið til Íraks á árum áður. Leyniþjónusta Assads hafi hjálpað við að þjálfa þá og ferja til Íraks. Bandarískir sérsveitarmenn réðust svo til atlögu gegn AQÍ á svæðinu árið 2008 og felldu einn af leiðtogum samtakanna þar. AQÍ stökkbreyttust svo í ISIS. Hafa fellt þrjá leiðtoga á stuttum tíma Óljóst er hvort Bandaríkjamenn létu Rússa vita af atlögunni fyrirfram. Rússar eru bakhjarlar Assads og eru með herstöð skammt frá þorpinu sem um ræðir. Bandarískir sérsveitarmenn felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda ISIS, í Idlib í Sýrlandi árið 2019. Eftirmaður hans, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, var svo felldur í annarri árás í febrúar á þessu ári. Maher al-Agal, þriðji leiðtogi samtakanna, var svo felldur í loftárás í júlí. Ekki er vitað hver leiðir samtökin í dag.
Sýrland Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira