Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. október 2022 22:40 Jónatan Magnússon var sáttur við sína menn í kvöld. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. „Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“ KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
„Varnarleikurinn var góður og Nicholas Satchwell var náttúrulega frábær í markinu sem gefur okkur ákveðið traust. Við náðum að halda tempóinu sem þeir vilja halda í leiknum, við vorum fljótir til baka en það var það sem við lögðum áherslu á. Þeir áttu erfitt með að skora og við náðum að svara með að keyra á þá. Heildarbragurinn var bara mjög góður í dag.“ Margir leikmenn áttu góðan leik í KA liðinu í kvöld en hornamennirnir voru í miklu stuði Dagur Gautason skoraði 10 mörk úr 10 skotum og Gauti Gunnarsson skoraði 9 mörk úr 11 skotum. „Hornamennirnir voru góðir sem þýðir líka að þeir eru að fá góð færi og það gerist þegar við náum að spila góðan sóknarleik. Þessi leikur var bara góður sama hvað hefur verið sagt um hvað við erum að gera, við höfum verið að reyna að horfa á frammistöðuna milli leikja og í dag small flest allt.“ „Við vorum góðir í dag en vorum ekki góðir á móti Val, við horfum bara á þetta á milli vikna og erum alltaf að verða betri í hlutunum. ÍR var búið að vera að spila vel og við þurftum að spila vel til að vinna þá og bara mjög vel til að vinna þá svona stórt.“ Það voru margir ungir leikmenn sem hófu leikinn fyrir KA í kvöld og þjálfarateymi KA náði að rúlla vel á liðinu. „Við erum með 16 – 17 manna hóp og við höfum verið að reyna að koma öllum inn í hlutina og gefa mönnum tækifæri. Hilmar kemur til dæmis inn í þetta í kvöld þar sem Einar Birgir er meiddur, hann er ekki með mikla reynslu en gerði þetta mjög vel. Við erum með fínasta hóp, efnilega stráka eins og hefur verið talað um. Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara, við erum að hlusta sem minnst á einhverja gagnrýni og reynum þá bara að svara henni inn á vellinum ef gagnrýnin er til staðar.“ Jónatan nefndi það í lokinn að hann hefði viljað sjá fleiri áhorfendur á vellinum í kvöld. „Á heimavelli viljum við verja okkar heimavöll og við erum allavega komnir með þrjú stig. Ég hefði viljað fá fleira fólk hér í kvöld, áhorfendur voru frábærir en ég hefði viljað fá fleiri. Það er svo sem margt í gangi í íþróttunum núna en ég vona innilega að á næsta heimaleik verði fleiri áhorfendur af því mér finnst strákarnir mínir hafa sýnt það að þeir eiga skilið að fá stuðning.“
KA Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira