Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2022 13:01 Það var mikil stemmning í kringum Stólanna síðasta vor. Vísir/Bára Dröfn Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Subway deild karla í körfubolta fór af stað í gærkvöldi en síðustu tveir leikir fyrstu umferðarinnar fara fram í kvöld. Subway Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir mótið í vikunni og nú má sjá hvað sérfræðingarnir höfðu að segja um liðin fjögur sem hefja leik í kvöld. Báðir leikir kvöldsins, fyrst leikur nýliða Hauka og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Keflavíkur og Tindastóls klukkan 20.15, verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og eftir mun Subway Körfuboltakvöld síðan gera upp alla fyrstu umferðina. Stólarnir byrja líklega á eins erfiðum leik og hægt er eða á móti Keflavík á útivelli. Keflvíkingum er nefnilega spáð Íslandsmeistaratitlinum á þessu tímabili af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum. Miklar breytingar „Það urðu miklar breytingar á liði Tindastóls í sumar. Þjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson hélt til Þýskalands þar sem hann þjálfar unglingalið Ratiopharm Ulm. Tindastóll samdi við hinn króatíska Vladimir Anzulović sem er nokkuð stórt nafn í króatísku þjálfaraflórunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Stólarnir sömdu ekki aðeins við leikmenn og þjálfara því þeir framlengdu einnig við hinn skemmtilega Hlífar Óla Dagsson sem heldur áfram að kynna liðin af sinni landskunnu snilld,“ sagði Kjartan Atli sem fékk Brynjar Þór Björnsson til að velta fyrir sér komandi tímabili hjá sínum gömlu liðsfélögum. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Tindastól fyrir 2022-23 tímabilið Kjartan Atli vildi vita á hvorum staðnum, út í KR eða á Króknum, væri meiri pressa á körfuboltaliðinu. Bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta „Það er öðruvísi pressa að vera á Króknum en samt ekki. Þetta er bara bæjarfélag þar sem allt snýst um körfubolta sérstaklega yfir vetrartímann þegar það er lítið annað að gerast. Þá er karfan númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er það sem fólk talar um inn á kaffistofum og í vinnunni, hvernig gengi liðsins er. Ég upplifði eiginlega allt á þessum tíma sem ég var þarna, fyrst gekk alveg frábærlega og svo gekk alveg hræðilega. Svo náðum við aðeins að klóra í bakkann en svo hrundi þetta allt,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er mjög gaman að spila þarna og mjög gaman þegar vel gengur. Þegar ég horfi til baka þá er það gríðarlega reynsla að hafa farið í gegnum svona tímabil þar sem þetta var dálítið mikið upp og niður,“ sagði Brynjar Þór. „Það er koma þarna nýr kani með stóran prófíl og nýr þjálfari sem er með stóran prófíl líka. Það er náttúrulega pressa því það er verið að setja mikið í sölurnar. Þegar er verið að leggja mikið í sölurnar þá viltu sjá árangur. Þetta fer dálítið eftir því hvernig þjálfarinn kemur inn í þetta og hvernig hann bregst við ef illa gengur. Hvort pressan muni ná til hans og hann munu beita meira þessum króatískum aðferðum með öskrum og látum,“ sagði Brynjar. Þú ert með allt til alls þarna En geta Stólarnir dreymt um að vinna loksins Íslandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. „Ég held að það sé alveg raunhæfur draumur. Þú ert með allt til alls þarna og þeir eru með allt hráefnið til að ná lengra,“ sagði Brynjar en það má heyra allt sem Brynjar sagði um Tindastólsliðið hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka sjá hvað sérfræðingar Körfuboltakvölds sögðu um liðin þrjú sem spila líka sinn fyrsta leik í kvöld eða lið Keflavíkur, Hattar og Hauka. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Keflavík og Njarðvík fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hauka fyrir 2022-23 tímabilið Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Hött fyrir 2022-23 tímabilið
Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Haukar Höttur Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira