Hestafólk uggandi yfir breytingum á umferðarlögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2022 11:11 Hestafólk á Landsmótinu á Hellu síðastliðið sumar. Vísir/Hulda Margrét Landssamband hestamannafélaga gerir alvarlegar athugasemdir fyrir hugaðar breytingar á umferðarlögum. Verði breytingarnar að veruleika verður heimil umferð gangandi fólks á reiðstígum. Frumvarp innviðaráðherra til laga um breytingu á umferðarlögum hefur legið í Samráðsgátt undanfarnar tvær vikur. Umsagnarfrestur rann út í gær. Fjölmargar umsagnir má finna í gáttinni og er hestafólk uggandi. „Ef reiðstígar, eins og þeir eru skilgreindir, yrðu einnig skilgreindir sem göngustígar, myndi það skapa mikla slysahættu,“ segir í umsögn Landssambands hestamannafélaga Umferð gangandi fólks, hlaupandi, barnavagna, gönguskíðafólks og hundafólks fari illa saman með umferð hestafólks. Hestar og knapar séu á mismunandi aldri, með mismunandi reynslu og bregðist ólíkt við aðstæðum og aðsteðjandi hættum. „Þetta myndi líka skapa mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur, hesturinn er flóttadýr og ef hann fælist vegna gangandi vegfaranda er öryggi allra í hættu. Einnig sé vert að benda á að viðhald og uppbygging reiðvega sé framkvæmd og kostuð af reiðvegafé hestamannafélaganna. Göngustígar séu kostaðir og þeim viðhaldið af sveitarfélögunum. „Landssamband hestamannafélaga telur að ekki skuli breyta skilgreiningu á göngu-, hjóla- og reiðstígum frá því sem nú er og halda umferð hestamanna sem mest aðskildri frá annarri umferð útivistarfólks.“ Hestar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Frumvarp innviðaráðherra til laga um breytingu á umferðarlögum hefur legið í Samráðsgátt undanfarnar tvær vikur. Umsagnarfrestur rann út í gær. Fjölmargar umsagnir má finna í gáttinni og er hestafólk uggandi. „Ef reiðstígar, eins og þeir eru skilgreindir, yrðu einnig skilgreindir sem göngustígar, myndi það skapa mikla slysahættu,“ segir í umsögn Landssambands hestamannafélaga Umferð gangandi fólks, hlaupandi, barnavagna, gönguskíðafólks og hundafólks fari illa saman með umferð hestafólks. Hestar og knapar séu á mismunandi aldri, með mismunandi reynslu og bregðist ólíkt við aðstæðum og aðsteðjandi hættum. „Þetta myndi líka skapa mikla hættu fyrir gangandi vegfarendur, hesturinn er flóttadýr og ef hann fælist vegna gangandi vegfaranda er öryggi allra í hættu. Einnig sé vert að benda á að viðhald og uppbygging reiðvega sé framkvæmd og kostuð af reiðvegafé hestamannafélaganna. Göngustígar séu kostaðir og þeim viðhaldið af sveitarfélögunum. „Landssamband hestamannafélaga telur að ekki skuli breyta skilgreiningu á göngu-, hjóla- og reiðstígum frá því sem nú er og halda umferð hestamanna sem mest aðskildri frá annarri umferð útivistarfólks.“
Hestar Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira