Byrjaði að mynda bíla átta ára og lætur nú drauminn rætast Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. október 2022 12:01 James Einar Becker er markaðsstjóri Háskólans á Bifröst. Hans helsta áhugamál eru þó bílar. Vísir/Vilhelm „Minn bílaáhugi hefur alltaf verið undirliggjandi,“ segir James Einar Becker. Í næstu viku fer James af stað með nýja bílaþætti Tork gaur hér á Vísi. Á daginn vinnur hann sem markaðsstjóri en hann átti sér alltaf draum um að gera eigin bílaþátt. „Þetta byrjaði sennilega hjá foreldrum mínum, sem áttu flottan bíl þegar ég var krakki og út frá því kviknaði BMW della. Það er ákveðið DNA sem er erfitt að losa sig við,“ útskýrir James. Hann hefur alltaf verið duglegur við að mynda bíla og tók fyrstu myndirnar átta ára á ferðalagi í Flórída. „Það er rosalega mikið af dýrum og flottum bílum á götunum þar. Þetta var strandferðalag rétt hjá Miami og við vorum að dunda okkur á ströndinni. Ég var með einnota myndavél og nennti ekki að vera í sólbaði með pabba þannig að ég sat við veginn og myndaði bíla eins og Ferrari , Chevrolett og Jaguar,“ segir James um fyrstu bílamyndirnar. „Ég var örugglega ekki neitt venjulegt barn,“ segir hann og hlær. Hann endurtók leikinn í næstu utanlandsferðum og fór alltaf með fleiri og fleiri einnota myndavélar með sér. „Ég á þessar myndir ennþá og skoðaði þær á dögunum. Ég vildi sjá hvað ég var að mynda á þessum tíma, hvað vakti athygli.“ James segir að það hafi komið konunni sinni á óvart að hann væri bílanöttari, eins og hann orðar það.James Einar Becker Komu sér inn á flottustu bílasölurnar Faðir hans áttaði sig á bílaáhuganum og byrjaði að fara með hann að skoða flotta bíla á bílasölum í Flórída. „Þetta voru allt einhverjar Lamborgini og Ferrari bílasölur og eitthvað svoleiðis. Hann kjaftaði okkur inn á svona bílasölur til að skoða, þó að við værum ekki að fara að kaupa bíl og alls ekki í kauphugleiðingum. Hann sagði alltaf að við hefðum komið alla leið frá Íslandi til að skoða þessa bíla.“ Bílaáhuginn jókst svo með aldrinum. „Ég horfði alltaf á Top Gear frá því ég var tólf ára og það elur upp bílaáhugann. Ég hélt því alltaf fram að besta starf í heiminum væri að vinna hjá Top Gear, að vera einn af þáttastjórnendunum þar.“ Þegar James fékk bílpróf eignaðist hann sinn fyrsta bíl. „Það var Volkswagen Golf Mk2, það var það sem ég hafði efni á. Ég vann allt sumarið í gróðurhúsinu hjá foreldrum mínum og fyrir launin fékk ég bílprófið og þennan bíl,“ útskýrir James. James hefur átt alls konar bíla síðan, en eftirminnilegastur er sennilega BMW. „Ég fékk smá svona „early midlife crisis“ fyrir átta árum síðan. Ég keypti mér kröftugan gamlan BMW. Svo eignaðist ég fjölskyldu og þá var ekkert rosalega hentugt að vera á gömlum sportbíl þannig að hann neyddist ég til að selja. Svo er ég oft að kaupa svona bíla sem ég næ að sannfæra konuna mína um að sé hægt að nota sem fjölskyldubíla,“ segir James. James Einar Becker eyðir miklum tíma í að skoða og prófa bíla. Hann segir að þættirnir séu frábært tækifæri til þess að gera meira af því.Vísir/Vilhelm Besta hrósið Eins og áður sagði starfar James sem markaðsstjóri Háskólans við Bifröst í dag. „Ég lærði margmiðlun og hönnun og þar lærði ég að gera auglýsingar og myndbönd og taka myndir. Dags daglega er ég að taka viðtöl og tala um viðfangsefni eins og heimspeki, lögfræði og hagfræði. En það blundaði alltaf í mér að gera eitthvað skemmtilegt. Mér fannst bílar alltaf svo skemmtilegir og átti alltaf ágætis bíla.“ Hann ákvað að láta drauminn um bílaþátt rætast og byrjaði að birta bílamyndbönd á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið fékk hann tækifæri til að gera efni fyrir bílauframleiðanda erlendis og önnur spennandi tækifæri. „Það er bara besta hrósið sem maður getur fengið, að fyrirtæki eins og Land Rover vilji að maður myndi bíl fyrir sig.“ James Einar Becker byrjar með bílaþætti hér á Vísi í næstu viku.Vísir/Vilhelm Æskudraumur að rætast Nú hafa þættirnir stækkað og verða sýndir á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi „Ég fékk þá flugu í höfuðið að mig langaði að gera sjálfur svona þætti. Ég hafði alltaf haft löngun til að fá að prófa alls konar bíla. Þetta var flott tækifæri til að hafa afsökun til þess.“ James notar dróna og aðrar myndavélar til að taka upp þættina og klippir þá sjálfur. „Þetta er eitthvað barnslegt eðli í manni sem maður þroskast ekki upp úr. Ég er í rauninni bara að leika mér að dóti. Ég er með dróna, myndavélar og bíla. Ég er bara í bíló.“ Hann segir að þættirnir séu fyrir alla og reynir hann að tala um bílana á mannamáli. James fékk innblástur frá bílaþáttum og Youtube bloggurum þegar hann þróaði þættina. „Það er mikil nostalgía fyrir mig að vinna að þessum þáttum og fá að skoða þessa bíla. Þetta er eins og að fá að hitta hetjurnar sínar.“ James Einar Becker segir að þættirnir verði fyrir alla sem hafa einhvern áhuga á bílum.Vísir/Vilhelm Þættirnir hefja göngu sína á Vísi á þriðjudag. Allt bílaáhugafólk ætti líka að fylgjast með James á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir fjölbreytt efni tengt bílum og þáttunum. Facebook: https://www.facebook.com/torkgaur Instagram: https://www.instagram.com/torkgaur/ Twitter: https://twitter.com/Torkgaur Tork gaur Bílar Helgarviðtal Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira
„Þetta byrjaði sennilega hjá foreldrum mínum, sem áttu flottan bíl þegar ég var krakki og út frá því kviknaði BMW della. Það er ákveðið DNA sem er erfitt að losa sig við,“ útskýrir James. Hann hefur alltaf verið duglegur við að mynda bíla og tók fyrstu myndirnar átta ára á ferðalagi í Flórída. „Það er rosalega mikið af dýrum og flottum bílum á götunum þar. Þetta var strandferðalag rétt hjá Miami og við vorum að dunda okkur á ströndinni. Ég var með einnota myndavél og nennti ekki að vera í sólbaði með pabba þannig að ég sat við veginn og myndaði bíla eins og Ferrari , Chevrolett og Jaguar,“ segir James um fyrstu bílamyndirnar. „Ég var örugglega ekki neitt venjulegt barn,“ segir hann og hlær. Hann endurtók leikinn í næstu utanlandsferðum og fór alltaf með fleiri og fleiri einnota myndavélar með sér. „Ég á þessar myndir ennþá og skoðaði þær á dögunum. Ég vildi sjá hvað ég var að mynda á þessum tíma, hvað vakti athygli.“ James segir að það hafi komið konunni sinni á óvart að hann væri bílanöttari, eins og hann orðar það.James Einar Becker Komu sér inn á flottustu bílasölurnar Faðir hans áttaði sig á bílaáhuganum og byrjaði að fara með hann að skoða flotta bíla á bílasölum í Flórída. „Þetta voru allt einhverjar Lamborgini og Ferrari bílasölur og eitthvað svoleiðis. Hann kjaftaði okkur inn á svona bílasölur til að skoða, þó að við værum ekki að fara að kaupa bíl og alls ekki í kauphugleiðingum. Hann sagði alltaf að við hefðum komið alla leið frá Íslandi til að skoða þessa bíla.“ Bílaáhuginn jókst svo með aldrinum. „Ég horfði alltaf á Top Gear frá því ég var tólf ára og það elur upp bílaáhugann. Ég hélt því alltaf fram að besta starf í heiminum væri að vinna hjá Top Gear, að vera einn af þáttastjórnendunum þar.“ Þegar James fékk bílpróf eignaðist hann sinn fyrsta bíl. „Það var Volkswagen Golf Mk2, það var það sem ég hafði efni á. Ég vann allt sumarið í gróðurhúsinu hjá foreldrum mínum og fyrir launin fékk ég bílprófið og þennan bíl,“ útskýrir James. James hefur átt alls konar bíla síðan, en eftirminnilegastur er sennilega BMW. „Ég fékk smá svona „early midlife crisis“ fyrir átta árum síðan. Ég keypti mér kröftugan gamlan BMW. Svo eignaðist ég fjölskyldu og þá var ekkert rosalega hentugt að vera á gömlum sportbíl þannig að hann neyddist ég til að selja. Svo er ég oft að kaupa svona bíla sem ég næ að sannfæra konuna mína um að sé hægt að nota sem fjölskyldubíla,“ segir James. James Einar Becker eyðir miklum tíma í að skoða og prófa bíla. Hann segir að þættirnir séu frábært tækifæri til þess að gera meira af því.Vísir/Vilhelm Besta hrósið Eins og áður sagði starfar James sem markaðsstjóri Háskólans við Bifröst í dag. „Ég lærði margmiðlun og hönnun og þar lærði ég að gera auglýsingar og myndbönd og taka myndir. Dags daglega er ég að taka viðtöl og tala um viðfangsefni eins og heimspeki, lögfræði og hagfræði. En það blundaði alltaf í mér að gera eitthvað skemmtilegt. Mér fannst bílar alltaf svo skemmtilegir og átti alltaf ágætis bíla.“ Hann ákvað að láta drauminn um bílaþátt rætast og byrjaði að birta bílamyndbönd á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið fékk hann tækifæri til að gera efni fyrir bílauframleiðanda erlendis og önnur spennandi tækifæri. „Það er bara besta hrósið sem maður getur fengið, að fyrirtæki eins og Land Rover vilji að maður myndi bíl fyrir sig.“ James Einar Becker byrjar með bílaþætti hér á Vísi í næstu viku.Vísir/Vilhelm Æskudraumur að rætast Nú hafa þættirnir stækkað og verða sýndir á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi „Ég fékk þá flugu í höfuðið að mig langaði að gera sjálfur svona þætti. Ég hafði alltaf haft löngun til að fá að prófa alls konar bíla. Þetta var flott tækifæri til að hafa afsökun til þess.“ James notar dróna og aðrar myndavélar til að taka upp þættina og klippir þá sjálfur. „Þetta er eitthvað barnslegt eðli í manni sem maður þroskast ekki upp úr. Ég er í rauninni bara að leika mér að dóti. Ég er með dróna, myndavélar og bíla. Ég er bara í bíló.“ Hann segir að þættirnir séu fyrir alla og reynir hann að tala um bílana á mannamáli. James fékk innblástur frá bílaþáttum og Youtube bloggurum þegar hann þróaði þættina. „Það er mikil nostalgía fyrir mig að vinna að þessum þáttum og fá að skoða þessa bíla. Þetta er eins og að fá að hitta hetjurnar sínar.“ James Einar Becker segir að þættirnir verði fyrir alla sem hafa einhvern áhuga á bílum.Vísir/Vilhelm Þættirnir hefja göngu sína á Vísi á þriðjudag. Allt bílaáhugafólk ætti líka að fylgjast með James á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir fjölbreytt efni tengt bílum og þáttunum. Facebook: https://www.facebook.com/torkgaur Instagram: https://www.instagram.com/torkgaur/ Twitter: https://twitter.com/Torkgaur
Tork gaur Bílar Helgarviðtal Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Sjá meira