Fótbolti

Davíð hafði betur í Íslendingaslag sænsku úrvalsdeildarinnar

Atli Arason skrifar
Davíð Kristján Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Venesúela á dögunum.
Davíð Kristján Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Venesúela á dögunum. Getty Images

Davíð Kristján Ólafsson og samherjar hans í Kalmar unnu 0-2 útisigur á Hákoni Rafni Valdimarssyni, Sveini Aroni Guðjohnsen og liðsfélögum í Elfsborg, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Davíð var í byrjunarliði Kalmar og lék allan leikinn ásamt Hákoni, sem stóð vaktina í marki Elfsborg. Sveinn Aron kom inn af varamannabekk Elfsborg á 18. mínútu leiksins.

Sebastian Nanasi og Filip Sachpekidis skoruðu mörk Kalmar með fimm mínútna millibili undir lok fyrri hálfleiks.

Með sigrinum fer Kalmar upp í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki. Elfsborg er á sama tíma í 7. sæti með 36 stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×