Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Hólmfríður Gísladóttir, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. október 2022 06:35 Mikil eyðilegging er í Kyiv höfuðborg Úkraínu eftir árásir Rússa í dag. Getty/Aktas Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Sprengingar skóku Kænugarð í morgun, í fyrstu eldflaugaárás Rússa á höfuðborgina í nokkrar vikur. Blaðamaður Financial Times segir sprengjur hafa lent í hjarta borgarinnar, meðal annars á stórum gatnamót nærri Shevchenko-garði, þegar margir voru á ferð en þar er leikvöllur staðsettur. Að minnsta kosti 11 eru látnir og 64 særðir eftir árásina. Guardian greinir frá. Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, sagði í yfirlýsingu á Telegram um klukkan 8.30 að staðartíma að nokkrar sprengjur hefðu lent í miðborginni. Þá segir Associated Press að heyrst hafi í eldflaugunum áður en þær sprungu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun að Rússar hafi skotið 75 flugskeytum á Úkraínu en þeim hafi tekist að skjóta 41 þeirra niður. Vladímír Pútín, forseti Rússlands ávarpaði þjóð sína í morgun en hann er sagður hafa staðfest að árásir Rússa á innviði Úkraínu séu svar þeirra við árásinni á Kertsj-brúna. CNN greinir þó frá því að Úkraínumenn hafi ekki enn tekið ábyrgð á árásinni. Árás Rússa á Úkraínu hefur verið fordæmd af alþjóðasamfélaginu en hinir ýmsu þjóðarleiðtogar hafa ítrekað stuðning sinn við Úkraínu í kjölfar hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segi árásirnar jafngilda stríðsglæpum.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira