Shopify kemur í veg fyrir brot á réttindum neytenda Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 10:26 Shopify hefur með þessu skuldbundið sig til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Getty/Sean Gallup Shopify hefur samþykkt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Með samþykktinni er verið að reyna að koma í veg fyrir svokölluð „drop shipping-svindl“ sem varð gífurlega algengt í Covid-19 heimsfaraldrinum. Shopify er þjónusta sem gerir söluaðilum kleift að setja upp vefverslun á vefsíðu sinni með auðveldum hætti. Þá býður Shopify einnig upp á vefhýsingu og aðstoð við „drop shipping“. Drop shipping virkar þannig að fyrirtæki geta selt vöru sem þeir eru ekki með í höndunum. Pantir þú vöru frá fyrirtæki sem notast við drop shipping áframsendir fyrirtækið pöntun þína til annars fyrirtækis eða framleiðanda sem er með vöruna. Varan er síðan send til fyrirtækisins sem þú verslaðir við og þaðan áframsend til þín. Í Covid-19 varð það algengt að svindlarar stofnuðu vefsíður sem buðu upp á drop shipping. Fólk pantaði vörur af vefsíðum svindlara sem til dæmis slepptu því að gera grein fyrir háum sendingarkostnaði eða öðrum viðbótargjöldum. Þá gat sendingartími verið óralangur og hvergi sjáanlegur á vefsíðu svindlara. Með nýju samþykktinni sem fjallað er um á vef Neytendastofu er reynt að koma í veg fyrir þetta, meðal annars með því að fá notendur Shopify til að birta upplýsingar um sig. Þá verður neytendayfirvöldum gert kleift að nálgast upplýsingar um þá seljendur sem eru innan Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hefur Shopify skuldbundið sig til að setja upp hratt og skilvirkt tilkynningarkerfi fyrir neytendayfirvöld gegn seljendum sem viðhafa ólögmæta viðskiptahætti í gegnum vefverslanir sem hýstar eru af Shopify. Neytendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Shopify er þjónusta sem gerir söluaðilum kleift að setja upp vefverslun á vefsíðu sinni með auðveldum hætti. Þá býður Shopify einnig upp á vefhýsingu og aðstoð við „drop shipping“. Drop shipping virkar þannig að fyrirtæki geta selt vöru sem þeir eru ekki með í höndunum. Pantir þú vöru frá fyrirtæki sem notast við drop shipping áframsendir fyrirtækið pöntun þína til annars fyrirtækis eða framleiðanda sem er með vöruna. Varan er síðan send til fyrirtækisins sem þú verslaðir við og þaðan áframsend til þín. Í Covid-19 varð það algengt að svindlarar stofnuðu vefsíður sem buðu upp á drop shipping. Fólk pantaði vörur af vefsíðum svindlara sem til dæmis slepptu því að gera grein fyrir háum sendingarkostnaði eða öðrum viðbótargjöldum. Þá gat sendingartími verið óralangur og hvergi sjáanlegur á vefsíðu svindlara. Með nýju samþykktinni sem fjallað er um á vef Neytendastofu er reynt að koma í veg fyrir þetta, meðal annars með því að fá notendur Shopify til að birta upplýsingar um sig. Þá verður neytendayfirvöldum gert kleift að nálgast upplýsingar um þá seljendur sem eru innan Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hefur Shopify skuldbundið sig til að setja upp hratt og skilvirkt tilkynningarkerfi fyrir neytendayfirvöld gegn seljendum sem viðhafa ólögmæta viðskiptahætti í gegnum vefverslanir sem hýstar eru af Shopify.
Neytendur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira