„Ekki skynjað mikið havarí“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2022 13:01 FH-ingar eru á leið í einn mikilvægasta leik félagsins í langan tíma. vísir/hulda margrét Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag. Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Mikið hefur gengið á hjá FH undanfarna daga. Um þarsíðustu helgi tapaði liðið fyrir Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og laut svo í lægra haldi fyrir ÍBV á miðvikudaginn. Daginn eftir steig Eiður tímabundið til hliðar sem þjálfari FH eftir að hafa verið tekinn ölvaður við akstur. Sigurvin mun stýra FH-ingum út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli. FH hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 2001. „Ég hef ekki skynjað mikið havarí,“ sagði Sigurvin í samtali við Vísi, aðspurður hvort atburðir síðustu daga hafi lagst þungt á leikmenn FH. „Þetta er auðvitað stór frétt. Á fimmtudaginn tókum við í sameiningu ákvörðun að menn gætu velt vöngum yfir þessu en á morgni föstudags áttu menn að vakna með Leikni í huga. Þetta eru fagmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þetta er bara fótbolti, þeir hafa undirbúið sig eins og menn og þetta hefur ekki truflað okkur þannig.“ Treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur Leikur FH og Leiknis átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Þess í stað verður hann á óvenjulegum tíma í dag, klukkan 15:15. Til að fá fólk á völlinn sendu FH-ingar bæjarstjórn og öðrum auðmönnum í Hafnarfirði beiðni á samfélagsmiðlum um að loka vinnustöðum og skólum snemma. „Ég hef ekki fengið fregnir af því en vona að það gangi vel. Ég treysti á Hafnfirðinga að styðja okkur og ýta okkur yfir línuna,“ sagði Sigurvin léttur. Hann á samt ekki von á margmenni á leiknum á eftir. „Raunhæft séð myndi maður halda að það verði ekki full stúka. En ég er niðri í Krika núna og veðrið er yndislegt. Við erum ekki að tala um heilan frídag. Menn geta verið rosalega duglegir fyrir hádegið og notið svo síðdegisins á vellinum.“ Leikur FH og Leiknis hefst klukkan 15:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leiki dagsins í Stúkunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir „Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. 10. október 2022 11:31
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki