Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 16:01 Mótmælandi heldur á mynd af Möhsu Amini á samstöðufundi í París á dögunum. Vísir/EPA Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09
Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54